Heitar og exótískar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2017 13:00 Patience A. Karlsson í Afro Zone sem er ævintýraheimur þegar kemur að afrískum fléttum og hárlengingum, en einnig afrískri sælkeramatseld. MYND/ERNIR Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira