Heitar og exótískar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2017 13:00 Patience A. Karlsson í Afro Zone sem er ævintýraheimur þegar kemur að afrískum fléttum og hárlengingum, en einnig afrískri sælkeramatseld. MYND/ERNIR Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira
Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira