Treysta hvert öðru fyrir kjánalegum hugmyndum Guðný Hrönn skrifar 6. október 2017 14:30 Fjöllistahópurinn CGFC hefur ferðast víða með sýningu sína. vísir/eyþór Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira