HK einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 18:57 HK-ingar fagna eftir lokastigið. mynd/Þorsteinn G. Guðnason HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig. Aðrar íþróttir Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira