Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar Guðný Hrönn skrifar 21. mars 2017 08:15 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu. Vísir/Stefán Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu, ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. Elva, sem starfar sem námsráðgjafi, sálfræðikennari og varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, hefur lengið unnið að verkefnum sem tengjast sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Hún segir umræðuna sem einkennt hefur undanfarna daga vera til marks um það að margt fólk er orðið meðvitað um hugtakið líkamsvirðing og að fordómar gagnvart útliti séu til. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Að sama skapi má sjá hve stutt við erum í raun komin þar sem fólk og fjölmiðlar, margir hverjir, kasta hiklaust fram óumbeðnum athugasemdum um holdafar og útlit fólks, hvort sem er í athugasemdakerfum eða í fjölmiðlaumfjöllun.“ Elva segir ánægjulegt þegar almenningur bregst við þegar umræða um útlit fólks á neikvæðum nótum fer af stað, líkt og gerðist á sunnudaginn þegar Manuela Ósk Harðardóttir tjáði sig um athugasemd sem leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn við mynd af henni á Instagram. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land.“ „Útlitsdýrkun er mikil, margir upplifa fordóma og misrétti vegna útlits og mikil þörf er á því að færa heilsufarsumræðu yfir í hegðun okkar eins og hreyfingu og mataræði og andlega þætti eins og streitu í stað holdafars,“ segir Elva sem verður vör við að umfjöllun sem á að snúast um heilsu færist oft út í umræðu þar sem megináhersla er lögð á holdafar. „Við viljum búa í samfélagi þar sem allir líkamar eru velkomnir og þar sem umhyggja og vellíðan er mikilvægari en þyngd og holdafar,“ útskýrir Elva. Hún segir eitt af markmiðum Samtaka um líkamsvirðingu einmitt vera að búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum.Niðrandi ummæli aldrei í lagi Elva segir umræðuna sem myndaðist um helgina vera lýsandi fyrir þá áherslu sem er lögð á útlit í dag. „Það er líkt og við gefum okkur leyfi til að rakka niður útlit og líkamsvöxt fólks. Fólk telur sig vera að gera einstaklingnum einhvern greiða, t.d. með því að segja viðkomandi að borða meira eða borða minna.“ Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Auðvitað eru síðan alltaf til einstaklingar sem rakka niður líkamsvöxt fólks af engri sérstakri ástæðu. En að setja út á líkamsvöxt fólks til þess að „hjálpa“ viðkomandi vinnur algjörlega gegn sér, þar sem gagnrýnin og fordómar hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins sem verður fyrir gagnrýninni. Við vitum líka aldrei hvað liggur að baki eða hvað viðkomandi hefur verið að upplifa eða ganga í gegnum. Niðrandi ummæli um útlit og holdafar eru aldrei í lagi og það á enginn að þurfa að þola slíkt,“ útskýrir Elva en hún á erfitt með að segja til um af hverju sumt fólk finnur sig knúið til að tjá sig um útlit og líkamsvöxt annars fólks, alveg óumbeðið. „Ég get því miður ekki svarað því af hverju fólk þarf að tjá sig um útlit annarra, en eflaust hefur áherslan á útlit og mikilvægi þess í tengslum við virði manneskjunnar í öllum fjölmiðlum og annars staðar haft áhrif. Ef okkur er kennt mjög snemma að ákveðið útlit þyki fallegra en annað og að annars konar útlit feli í sér einhverja neikvæða þætti eins og leti og litla sjálfsstjórn, þá er svo auðvelt að setjast í dómarasætið og dæma aðra.“ Það kemur Elvu ekki beint á óvart að þetta tiltekna mál sem kom upp um helgina á milli Manuelu Óskar og Ágústu Evu hafi sett af stað mikla umræðu.Mörgum virðist þykja í lagi að setja út á útlit og líkamsbyggingu fólks í formi athugasemda á netinu. NORDICPHOTOS/GETTY„Ég held að margir tengi við þessa umræðu. Margir hafa upplifað gagnrýni vegna útlits og vilja benda á neikvæðar afleiðingar þess. Einnig benda fræðin á slæmar afleiðingar fordóma og neikvæðrar umræðu um útlit og því kannski eðlilegt að fólk bregðist við þegar umræðan á sér stað á opinberum vettvangi. Aðrir tengja kannski útlitið beint við heilsu einstaklingsins og telja þess vegna mikilvægt að benda viðkomandi á að taka á sínum málum.“ „Þetta er eitthvað sem margir kannast við, feitir og grannir, að aðrir bendi þeim „kurteislega“ á að borða nú aðeins meira eða minna. En þessi ummæli, kannski sögð í góðri trú, geta verið særandi fyrir þann sem um ræðir en geta líka haft áhrif á fleiri. Til að mynda getur neikvæð umfjöllun um ákveðið útlit einstaklings á opinberum vettvangi haft neikvæð áhrif á aðra sem samsama sig þessum tiltekna einstaklingi,“ segir Elva að lokum og hvetur fólk til að kynna sér störf Samtaka um líkamsvirðingu nánar en samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis vinna meðlimir samtakanna að því að sporna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu og víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu, ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. Elva, sem starfar sem námsráðgjafi, sálfræðikennari og varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, hefur lengið unnið að verkefnum sem tengjast sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Hún segir umræðuna sem einkennt hefur undanfarna daga vera til marks um það að margt fólk er orðið meðvitað um hugtakið líkamsvirðing og að fordómar gagnvart útliti séu til. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Að sama skapi má sjá hve stutt við erum í raun komin þar sem fólk og fjölmiðlar, margir hverjir, kasta hiklaust fram óumbeðnum athugasemdum um holdafar og útlit fólks, hvort sem er í athugasemdakerfum eða í fjölmiðlaumfjöllun.“ Elva segir ánægjulegt þegar almenningur bregst við þegar umræða um útlit fólks á neikvæðum nótum fer af stað, líkt og gerðist á sunnudaginn þegar Manuela Ósk Harðardóttir tjáði sig um athugasemd sem leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn við mynd af henni á Instagram. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land.“ „Útlitsdýrkun er mikil, margir upplifa fordóma og misrétti vegna útlits og mikil þörf er á því að færa heilsufarsumræðu yfir í hegðun okkar eins og hreyfingu og mataræði og andlega þætti eins og streitu í stað holdafars,“ segir Elva sem verður vör við að umfjöllun sem á að snúast um heilsu færist oft út í umræðu þar sem megináhersla er lögð á holdafar. „Við viljum búa í samfélagi þar sem allir líkamar eru velkomnir og þar sem umhyggja og vellíðan er mikilvægari en þyngd og holdafar,“ útskýrir Elva. Hún segir eitt af markmiðum Samtaka um líkamsvirðingu einmitt vera að búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum.Niðrandi ummæli aldrei í lagi Elva segir umræðuna sem myndaðist um helgina vera lýsandi fyrir þá áherslu sem er lögð á útlit í dag. „Það er líkt og við gefum okkur leyfi til að rakka niður útlit og líkamsvöxt fólks. Fólk telur sig vera að gera einstaklingnum einhvern greiða, t.d. með því að segja viðkomandi að borða meira eða borða minna.“ Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Auðvitað eru síðan alltaf til einstaklingar sem rakka niður líkamsvöxt fólks af engri sérstakri ástæðu. En að setja út á líkamsvöxt fólks til þess að „hjálpa“ viðkomandi vinnur algjörlega gegn sér, þar sem gagnrýnin og fordómar hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins sem verður fyrir gagnrýninni. Við vitum líka aldrei hvað liggur að baki eða hvað viðkomandi hefur verið að upplifa eða ganga í gegnum. Niðrandi ummæli um útlit og holdafar eru aldrei í lagi og það á enginn að þurfa að þola slíkt,“ útskýrir Elva en hún á erfitt með að segja til um af hverju sumt fólk finnur sig knúið til að tjá sig um útlit og líkamsvöxt annars fólks, alveg óumbeðið. „Ég get því miður ekki svarað því af hverju fólk þarf að tjá sig um útlit annarra, en eflaust hefur áherslan á útlit og mikilvægi þess í tengslum við virði manneskjunnar í öllum fjölmiðlum og annars staðar haft áhrif. Ef okkur er kennt mjög snemma að ákveðið útlit þyki fallegra en annað og að annars konar útlit feli í sér einhverja neikvæða þætti eins og leti og litla sjálfsstjórn, þá er svo auðvelt að setjast í dómarasætið og dæma aðra.“ Það kemur Elvu ekki beint á óvart að þetta tiltekna mál sem kom upp um helgina á milli Manuelu Óskar og Ágústu Evu hafi sett af stað mikla umræðu.Mörgum virðist þykja í lagi að setja út á útlit og líkamsbyggingu fólks í formi athugasemda á netinu. NORDICPHOTOS/GETTY„Ég held að margir tengi við þessa umræðu. Margir hafa upplifað gagnrýni vegna útlits og vilja benda á neikvæðar afleiðingar þess. Einnig benda fræðin á slæmar afleiðingar fordóma og neikvæðrar umræðu um útlit og því kannski eðlilegt að fólk bregðist við þegar umræðan á sér stað á opinberum vettvangi. Aðrir tengja kannski útlitið beint við heilsu einstaklingsins og telja þess vegna mikilvægt að benda viðkomandi á að taka á sínum málum.“ „Þetta er eitthvað sem margir kannast við, feitir og grannir, að aðrir bendi þeim „kurteislega“ á að borða nú aðeins meira eða minna. En þessi ummæli, kannski sögð í góðri trú, geta verið særandi fyrir þann sem um ræðir en geta líka haft áhrif á fleiri. Til að mynda getur neikvæð umfjöllun um ákveðið útlit einstaklings á opinberum vettvangi haft neikvæð áhrif á aðra sem samsama sig þessum tiltekna einstaklingi,“ segir Elva að lokum og hvetur fólk til að kynna sér störf Samtaka um líkamsvirðingu nánar en samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis vinna meðlimir samtakanna að því að sporna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu og víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira