Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar Guðný Hrönn skrifar 21. mars 2017 08:15 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu. Vísir/Stefán Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu, ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. Elva, sem starfar sem námsráðgjafi, sálfræðikennari og varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, hefur lengið unnið að verkefnum sem tengjast sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Hún segir umræðuna sem einkennt hefur undanfarna daga vera til marks um það að margt fólk er orðið meðvitað um hugtakið líkamsvirðing og að fordómar gagnvart útliti séu til. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Að sama skapi má sjá hve stutt við erum í raun komin þar sem fólk og fjölmiðlar, margir hverjir, kasta hiklaust fram óumbeðnum athugasemdum um holdafar og útlit fólks, hvort sem er í athugasemdakerfum eða í fjölmiðlaumfjöllun.“ Elva segir ánægjulegt þegar almenningur bregst við þegar umræða um útlit fólks á neikvæðum nótum fer af stað, líkt og gerðist á sunnudaginn þegar Manuela Ósk Harðardóttir tjáði sig um athugasemd sem leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn við mynd af henni á Instagram. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land.“ „Útlitsdýrkun er mikil, margir upplifa fordóma og misrétti vegna útlits og mikil þörf er á því að færa heilsufarsumræðu yfir í hegðun okkar eins og hreyfingu og mataræði og andlega þætti eins og streitu í stað holdafars,“ segir Elva sem verður vör við að umfjöllun sem á að snúast um heilsu færist oft út í umræðu þar sem megináhersla er lögð á holdafar. „Við viljum búa í samfélagi þar sem allir líkamar eru velkomnir og þar sem umhyggja og vellíðan er mikilvægari en þyngd og holdafar,“ útskýrir Elva. Hún segir eitt af markmiðum Samtaka um líkamsvirðingu einmitt vera að búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum.Niðrandi ummæli aldrei í lagi Elva segir umræðuna sem myndaðist um helgina vera lýsandi fyrir þá áherslu sem er lögð á útlit í dag. „Það er líkt og við gefum okkur leyfi til að rakka niður útlit og líkamsvöxt fólks. Fólk telur sig vera að gera einstaklingnum einhvern greiða, t.d. með því að segja viðkomandi að borða meira eða borða minna.“ Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Auðvitað eru síðan alltaf til einstaklingar sem rakka niður líkamsvöxt fólks af engri sérstakri ástæðu. En að setja út á líkamsvöxt fólks til þess að „hjálpa“ viðkomandi vinnur algjörlega gegn sér, þar sem gagnrýnin og fordómar hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins sem verður fyrir gagnrýninni. Við vitum líka aldrei hvað liggur að baki eða hvað viðkomandi hefur verið að upplifa eða ganga í gegnum. Niðrandi ummæli um útlit og holdafar eru aldrei í lagi og það á enginn að þurfa að þola slíkt,“ útskýrir Elva en hún á erfitt með að segja til um af hverju sumt fólk finnur sig knúið til að tjá sig um útlit og líkamsvöxt annars fólks, alveg óumbeðið. „Ég get því miður ekki svarað því af hverju fólk þarf að tjá sig um útlit annarra, en eflaust hefur áherslan á útlit og mikilvægi þess í tengslum við virði manneskjunnar í öllum fjölmiðlum og annars staðar haft áhrif. Ef okkur er kennt mjög snemma að ákveðið útlit þyki fallegra en annað og að annars konar útlit feli í sér einhverja neikvæða þætti eins og leti og litla sjálfsstjórn, þá er svo auðvelt að setjast í dómarasætið og dæma aðra.“ Það kemur Elvu ekki beint á óvart að þetta tiltekna mál sem kom upp um helgina á milli Manuelu Óskar og Ágústu Evu hafi sett af stað mikla umræðu.Mörgum virðist þykja í lagi að setja út á útlit og líkamsbyggingu fólks í formi athugasemda á netinu. NORDICPHOTOS/GETTY„Ég held að margir tengi við þessa umræðu. Margir hafa upplifað gagnrýni vegna útlits og vilja benda á neikvæðar afleiðingar þess. Einnig benda fræðin á slæmar afleiðingar fordóma og neikvæðrar umræðu um útlit og því kannski eðlilegt að fólk bregðist við þegar umræðan á sér stað á opinberum vettvangi. Aðrir tengja kannski útlitið beint við heilsu einstaklingsins og telja þess vegna mikilvægt að benda viðkomandi á að taka á sínum málum.“ „Þetta er eitthvað sem margir kannast við, feitir og grannir, að aðrir bendi þeim „kurteislega“ á að borða nú aðeins meira eða minna. En þessi ummæli, kannski sögð í góðri trú, geta verið særandi fyrir þann sem um ræðir en geta líka haft áhrif á fleiri. Til að mynda getur neikvæð umfjöllun um ákveðið útlit einstaklings á opinberum vettvangi haft neikvæð áhrif á aðra sem samsama sig þessum tiltekna einstaklingi,“ segir Elva að lokum og hvetur fólk til að kynna sér störf Samtaka um líkamsvirðingu nánar en samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis vinna meðlimir samtakanna að því að sporna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu og víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sjá meira
Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu, ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. Elva, sem starfar sem námsráðgjafi, sálfræðikennari og varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, hefur lengið unnið að verkefnum sem tengjast sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Hún segir umræðuna sem einkennt hefur undanfarna daga vera til marks um það að margt fólk er orðið meðvitað um hugtakið líkamsvirðing og að fordómar gagnvart útliti séu til. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Að sama skapi má sjá hve stutt við erum í raun komin þar sem fólk og fjölmiðlar, margir hverjir, kasta hiklaust fram óumbeðnum athugasemdum um holdafar og útlit fólks, hvort sem er í athugasemdakerfum eða í fjölmiðlaumfjöllun.“ Elva segir ánægjulegt þegar almenningur bregst við þegar umræða um útlit fólks á neikvæðum nótum fer af stað, líkt og gerðist á sunnudaginn þegar Manuela Ósk Harðardóttir tjáði sig um athugasemd sem leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn við mynd af henni á Instagram. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land.“ „Útlitsdýrkun er mikil, margir upplifa fordóma og misrétti vegna útlits og mikil þörf er á því að færa heilsufarsumræðu yfir í hegðun okkar eins og hreyfingu og mataræði og andlega þætti eins og streitu í stað holdafars,“ segir Elva sem verður vör við að umfjöllun sem á að snúast um heilsu færist oft út í umræðu þar sem megináhersla er lögð á holdafar. „Við viljum búa í samfélagi þar sem allir líkamar eru velkomnir og þar sem umhyggja og vellíðan er mikilvægari en þyngd og holdafar,“ útskýrir Elva. Hún segir eitt af markmiðum Samtaka um líkamsvirðingu einmitt vera að búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum.Niðrandi ummæli aldrei í lagi Elva segir umræðuna sem myndaðist um helgina vera lýsandi fyrir þá áherslu sem er lögð á útlit í dag. „Það er líkt og við gefum okkur leyfi til að rakka niður útlit og líkamsvöxt fólks. Fólk telur sig vera að gera einstaklingnum einhvern greiða, t.d. með því að segja viðkomandi að borða meira eða borða minna.“ Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Auðvitað eru síðan alltaf til einstaklingar sem rakka niður líkamsvöxt fólks af engri sérstakri ástæðu. En að setja út á líkamsvöxt fólks til þess að „hjálpa“ viðkomandi vinnur algjörlega gegn sér, þar sem gagnrýnin og fordómar hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins sem verður fyrir gagnrýninni. Við vitum líka aldrei hvað liggur að baki eða hvað viðkomandi hefur verið að upplifa eða ganga í gegnum. Niðrandi ummæli um útlit og holdafar eru aldrei í lagi og það á enginn að þurfa að þola slíkt,“ útskýrir Elva en hún á erfitt með að segja til um af hverju sumt fólk finnur sig knúið til að tjá sig um útlit og líkamsvöxt annars fólks, alveg óumbeðið. „Ég get því miður ekki svarað því af hverju fólk þarf að tjá sig um útlit annarra, en eflaust hefur áherslan á útlit og mikilvægi þess í tengslum við virði manneskjunnar í öllum fjölmiðlum og annars staðar haft áhrif. Ef okkur er kennt mjög snemma að ákveðið útlit þyki fallegra en annað og að annars konar útlit feli í sér einhverja neikvæða þætti eins og leti og litla sjálfsstjórn, þá er svo auðvelt að setjast í dómarasætið og dæma aðra.“ Það kemur Elvu ekki beint á óvart að þetta tiltekna mál sem kom upp um helgina á milli Manuelu Óskar og Ágústu Evu hafi sett af stað mikla umræðu.Mörgum virðist þykja í lagi að setja út á útlit og líkamsbyggingu fólks í formi athugasemda á netinu. NORDICPHOTOS/GETTY„Ég held að margir tengi við þessa umræðu. Margir hafa upplifað gagnrýni vegna útlits og vilja benda á neikvæðar afleiðingar þess. Einnig benda fræðin á slæmar afleiðingar fordóma og neikvæðrar umræðu um útlit og því kannski eðlilegt að fólk bregðist við þegar umræðan á sér stað á opinberum vettvangi. Aðrir tengja kannski útlitið beint við heilsu einstaklingsins og telja þess vegna mikilvægt að benda viðkomandi á að taka á sínum málum.“ „Þetta er eitthvað sem margir kannast við, feitir og grannir, að aðrir bendi þeim „kurteislega“ á að borða nú aðeins meira eða minna. En þessi ummæli, kannski sögð í góðri trú, geta verið særandi fyrir þann sem um ræðir en geta líka haft áhrif á fleiri. Til að mynda getur neikvæð umfjöllun um ákveðið útlit einstaklings á opinberum vettvangi haft neikvæð áhrif á aðra sem samsama sig þessum tiltekna einstaklingi,“ segir Elva að lokum og hvetur fólk til að kynna sér störf Samtaka um líkamsvirðingu nánar en samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis vinna meðlimir samtakanna að því að sporna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu og víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sjá meira