Framtíð Elliðaárdals kynnt eftir áramót Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Ekki er gert ráð fyrir að húsið Skálará í Elliðaárdal verði þar til frambúðar. vísir/stefán Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05