Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2017 18:45 Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“ Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“
Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23
Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35
Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10