Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2017 18:45 Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“ Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“
Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23
Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35
Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10