Töfrandi tvífarar: Líkindin eru sláandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:30 Tvífarar eru víða Vísir / Samsett mynd Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira