Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina sigurvegara kosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 10:18 Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra eftir alræmt Kastljósviðtal um aflandsfélagið Wintris. Vísir/Anton Brink Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fullyrðir að „vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið“ hafi verið sigurvegarar þingkosninganna síðasta haust. Vogunarsjóðir í New York og London hafi sérstaklega viljað nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs til að losa fjármagnshöft eru umfjöllunarefni í aðsendri grein hans sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Skrifar hann að þær aðgerðir hafi gjörbreytt stöðu íslensks samfélags til hins betra. Greinin ber titilinn „Fjármálakerfið vann kosningarnar“. Í kjölfar þesara aðgerða skrifar fyrrverandi forsætisráðherra að Íslendingar hafi fengið aukna innsýn í hvaða aðferðum „aðilar eins og þeir sem hugðust hagnast á efnahagslegum óförum Íslands“ beita. „Það fór ekki leynt að þessir aðilar, einkum vogunarsjóðir í New York og London, vildu nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Öllu þessu náðu þeir,“ skrifar Sigmundur Davíð.Sakar ríkisstjórnina um u-beygju gagnvart vogunarsjóðunumÞó að Sigmundur Davíð segi að „sigur Íslands“ hafi að mestu verið í höfn áður en ríkisstjórnarskipti áttu sér stað gremst honum að ekki hafi gegnið nógu hratt að klára að leysa aflandskrónuvandann og endurskipuleggja fjármálakerfið til þess að það þjóni betur hagsmunum almennings og atvinnulífs. Segist Sigmundur Davíð meðal annars hafa stigið til hliðar sem forsætisráðherra á sínum tíma til að skapa frið til að ljúka þessum málum. Einnig segist hann hafa talið það vera „afleitt fordæmi að setja að leyfa vogunarsjóðum að ná sínu fram með misjöfnum aðferðum á Íslandi“.Óvissa ríkir um stóru bankana þrjá að sögn Sigmundar Davíðs.VísirSakar hann núverandi ríkisstjórn um algjöra U-beygju gagnvart „hinum aðgangshörðu vogunarsjóðum“. Ríkisstjórnin sé að missa tækifærið til að laga íslenska fjármálakerfið úr höndunum. Vísar Sigmundur Davíðs til þess að sjóðirnir hafi „beygt“ íslensk stjórnvöld með því að taka ekki þátt í útboði fyrir aflandskrónueigendur í vor og ógagnsæi um sölu Arionbanka. Óljóst sé hvað vogunarsjóðirnir ætli að gera við Arion banka. Ekkert liggi fyrir um hvað stjórnvöld ætli sér með Landsbankann og staða hins ríkisbankans, Íslandsbanka, sé svo algjör ráðgáta, að sögn Sigmundar Davíðs. Á meðan sé vöxtum haldið tuttugu sinnum hærri en í Bretlandi á sama tíma og pundið falli og íslenska krónan styrkist. „Það eina sem liggur fyrir er að sigurvegarar síðustu alþingiskosninga voru vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.Sakaði kröfuhafa um að elta sig og brjótast inn í tölvu Sigmundur Davíð hefur ítrekað sakað erlenda vogunarsjóði um að beita bellibrögðum í tengslum við afnám hafta og meðferð slitabúa föllnu bankanna. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í mars sagði hann þannig að hann og fleiri ráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi fengið tilboð á vegum erlendra vogunarsjóða. Aðilar á vegum þeirra hafi meðal annars elt hann á ráðstefnu í London og boðið honum á fund í bjálkakofa í Norður-Dakóta. Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins árið 2016 sagði Sigmundur Davíð að erlendir kröfuhafar hefðu fylgt sér eftir á undanförnum árum. Gaf hann í skyn að þeir hefðu brotist inn í tölvu sína þegar hann var forsætisráðherra. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fullyrðir að „vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið“ hafi verið sigurvegarar þingkosninganna síðasta haust. Vogunarsjóðir í New York og London hafi sérstaklega viljað nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs til að losa fjármagnshöft eru umfjöllunarefni í aðsendri grein hans sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Skrifar hann að þær aðgerðir hafi gjörbreytt stöðu íslensks samfélags til hins betra. Greinin ber titilinn „Fjármálakerfið vann kosningarnar“. Í kjölfar þesara aðgerða skrifar fyrrverandi forsætisráðherra að Íslendingar hafi fengið aukna innsýn í hvaða aðferðum „aðilar eins og þeir sem hugðust hagnast á efnahagslegum óförum Íslands“ beita. „Það fór ekki leynt að þessir aðilar, einkum vogunarsjóðir í New York og London, vildu nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Öllu þessu náðu þeir,“ skrifar Sigmundur Davíð.Sakar ríkisstjórnina um u-beygju gagnvart vogunarsjóðunumÞó að Sigmundur Davíð segi að „sigur Íslands“ hafi að mestu verið í höfn áður en ríkisstjórnarskipti áttu sér stað gremst honum að ekki hafi gegnið nógu hratt að klára að leysa aflandskrónuvandann og endurskipuleggja fjármálakerfið til þess að það þjóni betur hagsmunum almennings og atvinnulífs. Segist Sigmundur Davíð meðal annars hafa stigið til hliðar sem forsætisráðherra á sínum tíma til að skapa frið til að ljúka þessum málum. Einnig segist hann hafa talið það vera „afleitt fordæmi að setja að leyfa vogunarsjóðum að ná sínu fram með misjöfnum aðferðum á Íslandi“.Óvissa ríkir um stóru bankana þrjá að sögn Sigmundar Davíðs.VísirSakar hann núverandi ríkisstjórn um algjöra U-beygju gagnvart „hinum aðgangshörðu vogunarsjóðum“. Ríkisstjórnin sé að missa tækifærið til að laga íslenska fjármálakerfið úr höndunum. Vísar Sigmundur Davíðs til þess að sjóðirnir hafi „beygt“ íslensk stjórnvöld með því að taka ekki þátt í útboði fyrir aflandskrónueigendur í vor og ógagnsæi um sölu Arionbanka. Óljóst sé hvað vogunarsjóðirnir ætli að gera við Arion banka. Ekkert liggi fyrir um hvað stjórnvöld ætli sér með Landsbankann og staða hins ríkisbankans, Íslandsbanka, sé svo algjör ráðgáta, að sögn Sigmundar Davíðs. Á meðan sé vöxtum haldið tuttugu sinnum hærri en í Bretlandi á sama tíma og pundið falli og íslenska krónan styrkist. „Það eina sem liggur fyrir er að sigurvegarar síðustu alþingiskosninga voru vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.Sakaði kröfuhafa um að elta sig og brjótast inn í tölvu Sigmundur Davíð hefur ítrekað sakað erlenda vogunarsjóði um að beita bellibrögðum í tengslum við afnám hafta og meðferð slitabúa föllnu bankanna. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í mars sagði hann þannig að hann og fleiri ráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi fengið tilboð á vegum erlendra vogunarsjóða. Aðilar á vegum þeirra hafi meðal annars elt hann á ráðstefnu í London og boðið honum á fund í bjálkakofa í Norður-Dakóta. Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins árið 2016 sagði Sigmundur Davíð að erlendir kröfuhafar hefðu fylgt sér eftir á undanförnum árum. Gaf hann í skyn að þeir hefðu brotist inn í tölvu sína þegar hann var forsætisráðherra.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira