Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina sigurvegara kosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 10:18 Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra eftir alræmt Kastljósviðtal um aflandsfélagið Wintris. Vísir/Anton Brink Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fullyrðir að „vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið“ hafi verið sigurvegarar þingkosninganna síðasta haust. Vogunarsjóðir í New York og London hafi sérstaklega viljað nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs til að losa fjármagnshöft eru umfjöllunarefni í aðsendri grein hans sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Skrifar hann að þær aðgerðir hafi gjörbreytt stöðu íslensks samfélags til hins betra. Greinin ber titilinn „Fjármálakerfið vann kosningarnar“. Í kjölfar þesara aðgerða skrifar fyrrverandi forsætisráðherra að Íslendingar hafi fengið aukna innsýn í hvaða aðferðum „aðilar eins og þeir sem hugðust hagnast á efnahagslegum óförum Íslands“ beita. „Það fór ekki leynt að þessir aðilar, einkum vogunarsjóðir í New York og London, vildu nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Öllu þessu náðu þeir,“ skrifar Sigmundur Davíð.Sakar ríkisstjórnina um u-beygju gagnvart vogunarsjóðunumÞó að Sigmundur Davíð segi að „sigur Íslands“ hafi að mestu verið í höfn áður en ríkisstjórnarskipti áttu sér stað gremst honum að ekki hafi gegnið nógu hratt að klára að leysa aflandskrónuvandann og endurskipuleggja fjármálakerfið til þess að það þjóni betur hagsmunum almennings og atvinnulífs. Segist Sigmundur Davíð meðal annars hafa stigið til hliðar sem forsætisráðherra á sínum tíma til að skapa frið til að ljúka þessum málum. Einnig segist hann hafa talið það vera „afleitt fordæmi að setja að leyfa vogunarsjóðum að ná sínu fram með misjöfnum aðferðum á Íslandi“.Óvissa ríkir um stóru bankana þrjá að sögn Sigmundar Davíðs.VísirSakar hann núverandi ríkisstjórn um algjöra U-beygju gagnvart „hinum aðgangshörðu vogunarsjóðum“. Ríkisstjórnin sé að missa tækifærið til að laga íslenska fjármálakerfið úr höndunum. Vísar Sigmundur Davíðs til þess að sjóðirnir hafi „beygt“ íslensk stjórnvöld með því að taka ekki þátt í útboði fyrir aflandskrónueigendur í vor og ógagnsæi um sölu Arionbanka. Óljóst sé hvað vogunarsjóðirnir ætli að gera við Arion banka. Ekkert liggi fyrir um hvað stjórnvöld ætli sér með Landsbankann og staða hins ríkisbankans, Íslandsbanka, sé svo algjör ráðgáta, að sögn Sigmundar Davíðs. Á meðan sé vöxtum haldið tuttugu sinnum hærri en í Bretlandi á sama tíma og pundið falli og íslenska krónan styrkist. „Það eina sem liggur fyrir er að sigurvegarar síðustu alþingiskosninga voru vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.Sakaði kröfuhafa um að elta sig og brjótast inn í tölvu Sigmundur Davíð hefur ítrekað sakað erlenda vogunarsjóði um að beita bellibrögðum í tengslum við afnám hafta og meðferð slitabúa föllnu bankanna. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í mars sagði hann þannig að hann og fleiri ráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi fengið tilboð á vegum erlendra vogunarsjóða. Aðilar á vegum þeirra hafi meðal annars elt hann á ráðstefnu í London og boðið honum á fund í bjálkakofa í Norður-Dakóta. Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins árið 2016 sagði Sigmundur Davíð að erlendir kröfuhafar hefðu fylgt sér eftir á undanförnum árum. Gaf hann í skyn að þeir hefðu brotist inn í tölvu sína þegar hann var forsætisráðherra. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fullyrðir að „vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið“ hafi verið sigurvegarar þingkosninganna síðasta haust. Vogunarsjóðir í New York og London hafi sérstaklega viljað nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs til að losa fjármagnshöft eru umfjöllunarefni í aðsendri grein hans sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Skrifar hann að þær aðgerðir hafi gjörbreytt stöðu íslensks samfélags til hins betra. Greinin ber titilinn „Fjármálakerfið vann kosningarnar“. Í kjölfar þesara aðgerða skrifar fyrrverandi forsætisráðherra að Íslendingar hafi fengið aukna innsýn í hvaða aðferðum „aðilar eins og þeir sem hugðust hagnast á efnahagslegum óförum Íslands“ beita. „Það fór ekki leynt að þessir aðilar, einkum vogunarsjóðir í New York og London, vildu nýjan forsætisráðherra, nýja ríkisstjórn og nýja stefnu. Öllu þessu náðu þeir,“ skrifar Sigmundur Davíð.Sakar ríkisstjórnina um u-beygju gagnvart vogunarsjóðunumÞó að Sigmundur Davíð segi að „sigur Íslands“ hafi að mestu verið í höfn áður en ríkisstjórnarskipti áttu sér stað gremst honum að ekki hafi gegnið nógu hratt að klára að leysa aflandskrónuvandann og endurskipuleggja fjármálakerfið til þess að það þjóni betur hagsmunum almennings og atvinnulífs. Segist Sigmundur Davíð meðal annars hafa stigið til hliðar sem forsætisráðherra á sínum tíma til að skapa frið til að ljúka þessum málum. Einnig segist hann hafa talið það vera „afleitt fordæmi að setja að leyfa vogunarsjóðum að ná sínu fram með misjöfnum aðferðum á Íslandi“.Óvissa ríkir um stóru bankana þrjá að sögn Sigmundar Davíðs.VísirSakar hann núverandi ríkisstjórn um algjöra U-beygju gagnvart „hinum aðgangshörðu vogunarsjóðum“. Ríkisstjórnin sé að missa tækifærið til að laga íslenska fjármálakerfið úr höndunum. Vísar Sigmundur Davíðs til þess að sjóðirnir hafi „beygt“ íslensk stjórnvöld með því að taka ekki þátt í útboði fyrir aflandskrónueigendur í vor og ógagnsæi um sölu Arionbanka. Óljóst sé hvað vogunarsjóðirnir ætli að gera við Arion banka. Ekkert liggi fyrir um hvað stjórnvöld ætli sér með Landsbankann og staða hins ríkisbankans, Íslandsbanka, sé svo algjör ráðgáta, að sögn Sigmundar Davíðs. Á meðan sé vöxtum haldið tuttugu sinnum hærri en í Bretlandi á sama tíma og pundið falli og íslenska krónan styrkist. „Það eina sem liggur fyrir er að sigurvegarar síðustu alþingiskosninga voru vogunarsjóðirnir og fjármálakerfið,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.Sakaði kröfuhafa um að elta sig og brjótast inn í tölvu Sigmundur Davíð hefur ítrekað sakað erlenda vogunarsjóði um að beita bellibrögðum í tengslum við afnám hafta og meðferð slitabúa föllnu bankanna. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í mars sagði hann þannig að hann og fleiri ráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi fengið tilboð á vegum erlendra vogunarsjóða. Aðilar á vegum þeirra hafi meðal annars elt hann á ráðstefnu í London og boðið honum á fund í bjálkakofa í Norður-Dakóta. Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins árið 2016 sagði Sigmundur Davíð að erlendir kröfuhafar hefðu fylgt sér eftir á undanförnum árum. Gaf hann í skyn að þeir hefðu brotist inn í tölvu sína þegar hann var forsætisráðherra.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira