Naomi Watts þjökuð af samviskubiti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2017 16:00 Naomi Watts á tvo unga drengi. Vísir/getty “Maður er alltaf þjakaður af samviskubiti alveg sama hversu miklu maður kemur í verk. Ég hugsa í sífellu að ég hefði nú getað gert eitthvað betur,” þetta sagði Leikkonan Naomi Watts um þá togstreitu sem hún upplifir í lífi sínu. Þegar hún er í vinnunni er hún með samviskubit yfir því að geta ekki sinnt strákunum sínum og þegar hún er með börnunum er hún með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni. Watts prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Psychologies. Í viðtalinu ræðir hún opinskátt um foreldrahlutverkið, einmanalegu upphafsárin á ferlinum og listina. Hún hefur átt góðu gengi að fagna sem leikkona en hún upplifir togstreitu á milli starfsins og barna sinna, rétt eins og við hin. Í viðtalinu í Psychologies er Watts spurð að því hvernig hún takist á við erfiðar tilfinningar sem fylgja því að vera foreldri undir mikilli pressu. Leikkonan segir það gjarnan lenda á konum að þurfa að sinna mörgum verkefnum í einu; gera börnin tilbúin fyrir skólann, sjá til þess að þau fái góða næringu og allt sem börn þarfnast og gera þær það gjarnan á hlaupum, segir Watts.Naomi með sonum sínum á göngu.Vísir/gettyHún segir að þetta fari jafnvel eftir dagsforminu. Það komi dagar þar sem allt virðist ganga á afturfótunum og þá segist hún vera mjög gagnrýnin í eigin garð. Inn á milli séu dagar þar sem henni gangi vel og líði eins og hún hafi áorkað miklu og staðið sig frábærlega í að annast börnin sín. „Maður getur ekki alltaf sinnt öllu eins vel og maður vildi. Ég vinn mikið og þarf þar af leiðandi að kljást við erfiðar tilfinningar sem kvikna þegar ég get ekki breitt sængina yfir börnin mín jafn oft og ég vildi. Ég reyni mitt allra besta,“ segir Watts.Naomi Watts segir mikla pressu vera á mæðrum.Vísir/getyWatts hefur leikið ólíkar kvenpersónur á hvíta tjaldinu en margar persónurnar sem hún hefur túlkað hafa einmitt verið mæður. Watts sló meðal annars í gegn í kvikmyndinni The Impossible með eftirminnilegri frammistöðu þegar hún lék Mariu sem ásamt fjölskyldu sinni varð fyrir flóðbylgju í sumarfríi erlendis. Í þeirri mynd fylgjumst við með Mariu og syni hennar berjast fyrir lífi sínu en auk þess björguðu mæðginin ókunnugu barni. Nú síðast lék hún sálfræðinginn Jean Halloway í þáttaröðinni Gipsy á Netflix streymisveitunni. Í þáttunum var þessi togstreita í forgrunni þar sem Halloway gengur jafnvel svo langt í þrá sinni fyrir frelsi að hún lifir tvöföldu lífi sem blaðamaðurinn Diane Hart sem á í ástarsambandi við unga konu.Naomi Watts með Sophie Cookson mótleikkonu sinni í þáttaröðinni Gipsy.Vísir/getty Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
“Maður er alltaf þjakaður af samviskubiti alveg sama hversu miklu maður kemur í verk. Ég hugsa í sífellu að ég hefði nú getað gert eitthvað betur,” þetta sagði Leikkonan Naomi Watts um þá togstreitu sem hún upplifir í lífi sínu. Þegar hún er í vinnunni er hún með samviskubit yfir því að geta ekki sinnt strákunum sínum og þegar hún er með börnunum er hún með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni. Watts prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Psychologies. Í viðtalinu ræðir hún opinskátt um foreldrahlutverkið, einmanalegu upphafsárin á ferlinum og listina. Hún hefur átt góðu gengi að fagna sem leikkona en hún upplifir togstreitu á milli starfsins og barna sinna, rétt eins og við hin. Í viðtalinu í Psychologies er Watts spurð að því hvernig hún takist á við erfiðar tilfinningar sem fylgja því að vera foreldri undir mikilli pressu. Leikkonan segir það gjarnan lenda á konum að þurfa að sinna mörgum verkefnum í einu; gera börnin tilbúin fyrir skólann, sjá til þess að þau fái góða næringu og allt sem börn þarfnast og gera þær það gjarnan á hlaupum, segir Watts.Naomi með sonum sínum á göngu.Vísir/gettyHún segir að þetta fari jafnvel eftir dagsforminu. Það komi dagar þar sem allt virðist ganga á afturfótunum og þá segist hún vera mjög gagnrýnin í eigin garð. Inn á milli séu dagar þar sem henni gangi vel og líði eins og hún hafi áorkað miklu og staðið sig frábærlega í að annast börnin sín. „Maður getur ekki alltaf sinnt öllu eins vel og maður vildi. Ég vinn mikið og þarf þar af leiðandi að kljást við erfiðar tilfinningar sem kvikna þegar ég get ekki breitt sængina yfir börnin mín jafn oft og ég vildi. Ég reyni mitt allra besta,“ segir Watts.Naomi Watts segir mikla pressu vera á mæðrum.Vísir/getyWatts hefur leikið ólíkar kvenpersónur á hvíta tjaldinu en margar persónurnar sem hún hefur túlkað hafa einmitt verið mæður. Watts sló meðal annars í gegn í kvikmyndinni The Impossible með eftirminnilegri frammistöðu þegar hún lék Mariu sem ásamt fjölskyldu sinni varð fyrir flóðbylgju í sumarfríi erlendis. Í þeirri mynd fylgjumst við með Mariu og syni hennar berjast fyrir lífi sínu en auk þess björguðu mæðginin ókunnugu barni. Nú síðast lék hún sálfræðinginn Jean Halloway í þáttaröðinni Gipsy á Netflix streymisveitunni. Í þáttunum var þessi togstreita í forgrunni þar sem Halloway gengur jafnvel svo langt í þrá sinni fyrir frelsi að hún lifir tvöföldu lífi sem blaðamaðurinn Diane Hart sem á í ástarsambandi við unga konu.Naomi Watts með Sophie Cookson mótleikkonu sinni í þáttaröðinni Gipsy.Vísir/getty
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira