Naomi Watts þjökuð af samviskubiti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2017 16:00 Naomi Watts á tvo unga drengi. Vísir/getty “Maður er alltaf þjakaður af samviskubiti alveg sama hversu miklu maður kemur í verk. Ég hugsa í sífellu að ég hefði nú getað gert eitthvað betur,” þetta sagði Leikkonan Naomi Watts um þá togstreitu sem hún upplifir í lífi sínu. Þegar hún er í vinnunni er hún með samviskubit yfir því að geta ekki sinnt strákunum sínum og þegar hún er með börnunum er hún með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni. Watts prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Psychologies. Í viðtalinu ræðir hún opinskátt um foreldrahlutverkið, einmanalegu upphafsárin á ferlinum og listina. Hún hefur átt góðu gengi að fagna sem leikkona en hún upplifir togstreitu á milli starfsins og barna sinna, rétt eins og við hin. Í viðtalinu í Psychologies er Watts spurð að því hvernig hún takist á við erfiðar tilfinningar sem fylgja því að vera foreldri undir mikilli pressu. Leikkonan segir það gjarnan lenda á konum að þurfa að sinna mörgum verkefnum í einu; gera börnin tilbúin fyrir skólann, sjá til þess að þau fái góða næringu og allt sem börn þarfnast og gera þær það gjarnan á hlaupum, segir Watts.Naomi með sonum sínum á göngu.Vísir/gettyHún segir að þetta fari jafnvel eftir dagsforminu. Það komi dagar þar sem allt virðist ganga á afturfótunum og þá segist hún vera mjög gagnrýnin í eigin garð. Inn á milli séu dagar þar sem henni gangi vel og líði eins og hún hafi áorkað miklu og staðið sig frábærlega í að annast börnin sín. „Maður getur ekki alltaf sinnt öllu eins vel og maður vildi. Ég vinn mikið og þarf þar af leiðandi að kljást við erfiðar tilfinningar sem kvikna þegar ég get ekki breitt sængina yfir börnin mín jafn oft og ég vildi. Ég reyni mitt allra besta,“ segir Watts.Naomi Watts segir mikla pressu vera á mæðrum.Vísir/getyWatts hefur leikið ólíkar kvenpersónur á hvíta tjaldinu en margar persónurnar sem hún hefur túlkað hafa einmitt verið mæður. Watts sló meðal annars í gegn í kvikmyndinni The Impossible með eftirminnilegri frammistöðu þegar hún lék Mariu sem ásamt fjölskyldu sinni varð fyrir flóðbylgju í sumarfríi erlendis. Í þeirri mynd fylgjumst við með Mariu og syni hennar berjast fyrir lífi sínu en auk þess björguðu mæðginin ókunnugu barni. Nú síðast lék hún sálfræðinginn Jean Halloway í þáttaröðinni Gipsy á Netflix streymisveitunni. Í þáttunum var þessi togstreita í forgrunni þar sem Halloway gengur jafnvel svo langt í þrá sinni fyrir frelsi að hún lifir tvöföldu lífi sem blaðamaðurinn Diane Hart sem á í ástarsambandi við unga konu.Naomi Watts með Sophie Cookson mótleikkonu sinni í þáttaröðinni Gipsy.Vísir/getty Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
“Maður er alltaf þjakaður af samviskubiti alveg sama hversu miklu maður kemur í verk. Ég hugsa í sífellu að ég hefði nú getað gert eitthvað betur,” þetta sagði Leikkonan Naomi Watts um þá togstreitu sem hún upplifir í lífi sínu. Þegar hún er í vinnunni er hún með samviskubit yfir því að geta ekki sinnt strákunum sínum og þegar hún er með börnunum er hún með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni. Watts prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Psychologies. Í viðtalinu ræðir hún opinskátt um foreldrahlutverkið, einmanalegu upphafsárin á ferlinum og listina. Hún hefur átt góðu gengi að fagna sem leikkona en hún upplifir togstreitu á milli starfsins og barna sinna, rétt eins og við hin. Í viðtalinu í Psychologies er Watts spurð að því hvernig hún takist á við erfiðar tilfinningar sem fylgja því að vera foreldri undir mikilli pressu. Leikkonan segir það gjarnan lenda á konum að þurfa að sinna mörgum verkefnum í einu; gera börnin tilbúin fyrir skólann, sjá til þess að þau fái góða næringu og allt sem börn þarfnast og gera þær það gjarnan á hlaupum, segir Watts.Naomi með sonum sínum á göngu.Vísir/gettyHún segir að þetta fari jafnvel eftir dagsforminu. Það komi dagar þar sem allt virðist ganga á afturfótunum og þá segist hún vera mjög gagnrýnin í eigin garð. Inn á milli séu dagar þar sem henni gangi vel og líði eins og hún hafi áorkað miklu og staðið sig frábærlega í að annast börnin sín. „Maður getur ekki alltaf sinnt öllu eins vel og maður vildi. Ég vinn mikið og þarf þar af leiðandi að kljást við erfiðar tilfinningar sem kvikna þegar ég get ekki breitt sængina yfir börnin mín jafn oft og ég vildi. Ég reyni mitt allra besta,“ segir Watts.Naomi Watts segir mikla pressu vera á mæðrum.Vísir/getyWatts hefur leikið ólíkar kvenpersónur á hvíta tjaldinu en margar persónurnar sem hún hefur túlkað hafa einmitt verið mæður. Watts sló meðal annars í gegn í kvikmyndinni The Impossible með eftirminnilegri frammistöðu þegar hún lék Mariu sem ásamt fjölskyldu sinni varð fyrir flóðbylgju í sumarfríi erlendis. Í þeirri mynd fylgjumst við með Mariu og syni hennar berjast fyrir lífi sínu en auk þess björguðu mæðginin ókunnugu barni. Nú síðast lék hún sálfræðinginn Jean Halloway í þáttaröðinni Gipsy á Netflix streymisveitunni. Í þáttunum var þessi togstreita í forgrunni þar sem Halloway gengur jafnvel svo langt í þrá sinni fyrir frelsi að hún lifir tvöföldu lífi sem blaðamaðurinn Diane Hart sem á í ástarsambandi við unga konu.Naomi Watts með Sophie Cookson mótleikkonu sinni í þáttaröðinni Gipsy.Vísir/getty
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira