Hefðu átt að láta SÁÁ vita áður en áfengismeðferð var boðin út Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 SÁÁ hefur veitt heilbrigðisþjónustu fyrir áfengissjúklinga í um 40 ár. Nú hefur ríkið boðið verkefnið út í samræmi við ný lög um opinber innkaup. vísir/heiða „Það sem maður er mjög hugsi yfir er annars vegar framkvæmdin á þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG um útboð Sjúkratrygginga á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á EES svæðinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að bjóða þjónustuna út í stað þess að endurnýja þjónustusamninga við SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur sagt að samtökin hafi ekki verið látin vita af því að bjóða ætti þjónustuna út. Katrín Jakobsdóttir formaður VGSjúkratryggingar hafi síðan látið þá vita óformlega, að þeir ættu að gefa auglýsingu gaum sem birt hafði verið á erlendum vef á netinu. Katrín Jakobsdóttir gagnrýnir að ráðist hafi verið í útboðið án nægjanlegs aðdraganda. Hún segir líka að ef gera eigi breytingar á jafn viðkvæmri þjónustu og heilbrigðisþjónusta við áfengissjúklinga er, þá þurfi það að byggja á faglegu mati en ekki eingöngu útboðsreglum. „Þegar við erum að ræða um heilbrigðisþjónustu þá þurfum við að eiga umræðu um það hvaða faglega mat eigi að fara fram áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir hún. Katrín segir VG ekki leggjast gegn því að einkaaðilar eða frjáls félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sé hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Nefnir hún þar starfsemi SÁÁ og starfsemi Reykjalundar. Tryggja þurfi að það sé festa í starfsemi viðkomandi aðila og ekki megi vera óvissa hjá þeim sem veita þjónustuna um fjárveitingu. Sú leið sem farin er við útboð á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup, er kölluð „létta leiðin“ af því að viðmiðunarmörk um útboðsskyldu eru talsvert hærri en vegna annarrar þjónustu og rýmri reglur gilda um aðferðir við útboð og val á tilboðum. Samkvæmt reglugerð þarf að bjóða út alla samninga sem eru umfram 116 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það sem maður er mjög hugsi yfir er annars vegar framkvæmdin á þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG um útboð Sjúkratrygginga á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á EES svæðinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að bjóða þjónustuna út í stað þess að endurnýja þjónustusamninga við SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur sagt að samtökin hafi ekki verið látin vita af því að bjóða ætti þjónustuna út. Katrín Jakobsdóttir formaður VGSjúkratryggingar hafi síðan látið þá vita óformlega, að þeir ættu að gefa auglýsingu gaum sem birt hafði verið á erlendum vef á netinu. Katrín Jakobsdóttir gagnrýnir að ráðist hafi verið í útboðið án nægjanlegs aðdraganda. Hún segir líka að ef gera eigi breytingar á jafn viðkvæmri þjónustu og heilbrigðisþjónusta við áfengissjúklinga er, þá þurfi það að byggja á faglegu mati en ekki eingöngu útboðsreglum. „Þegar við erum að ræða um heilbrigðisþjónustu þá þurfum við að eiga umræðu um það hvaða faglega mat eigi að fara fram áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir hún. Katrín segir VG ekki leggjast gegn því að einkaaðilar eða frjáls félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sé hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Nefnir hún þar starfsemi SÁÁ og starfsemi Reykjalundar. Tryggja þurfi að það sé festa í starfsemi viðkomandi aðila og ekki megi vera óvissa hjá þeim sem veita þjónustuna um fjárveitingu. Sú leið sem farin er við útboð á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup, er kölluð „létta leiðin“ af því að viðmiðunarmörk um útboðsskyldu eru talsvert hærri en vegna annarrar þjónustu og rýmri reglur gilda um aðferðir við útboð og val á tilboðum. Samkvæmt reglugerð þarf að bjóða út alla samninga sem eru umfram 116 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira