Taka sundkúta úr notkun: „Skyndilega sekkur hann öðru megin niður“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 09:12 Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Orku náttúrunnar hafa ákveðið að taka alla sundkúta sem fyrirtækið gaf sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum úr notkun. Það var gert eftir að kútur slitnaði af tæplega þriggja ára barni. Neytendastofu hafði þá borist ábendingar um rifna kúta um tveimur vikum áður. Ábendingin sem um ræðir kom frá Óla Vali Þrastarsyni. Hann sagði frá atviki á Facebook þar sem kútur sem tæplega þriggja ára sonur hans var að nota rifnaði.Leit út eins og nýr Hann segir kútin hafa litið út fyrir að vera nýjan og að hann hafi farið sérstaklega yfir þá, áður en hann setti þá á son sinn. Þá segist hann hafa séð marga kúta rifna viða áður. Því hafi hann kannað þennan sérstaklega. „Hann er búinn að synda svona tvo metra út í laugina og þá skyndilega sekkur hann öðru megin niður,“ sagði Óli á Bylgjunni í morgun. Hann var þó skammt frá og tók son sinn strax upp.Óli og Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar OR, ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á það hér að neðan.Hratt brugðist við Áslaug Thelma, sagði í morgun að hún hefði séð færslu Óla um klukkan tvö í gær og henni hafi brugðið. „Við brugðumst mjög hratt við og á nokkrum klukkutímum voru kútarnir farnir úr flestum sundlaugum og í kjölfarið munum við skoða málið,“ sagði Áslaug. Í tilkynningu frá ON segir að fyrirtækið hafi þegar hafið könnun á öryggi kútanna í kjölfar „fyrirspurnar Neytendastofu fyrir um hálfum mánuði síðan, en borist höfðu ábendingar um rifna kúta á sundstöðum.“Notað fyrir höfuðpúða Rætt var við starfsmenn sundlauga og leiddi sú könnun í ljós að almenn ánægja ríkti með kútana og að skemmdir á þeim væri hægt að rekja til slæmrar meðferðar á þeim. Sem dæmi hefði borið á því að sundlaugargestir hefðu rifið kútana í sundur til þess að nota sem púða undir höfuð sín. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi þegar í stað látið útbúa sérstakar höfuðhvílur og notkunarleiðbeiningar með kútunum. „Þegar ábending barst snemma á sunnudag (16. júlí) um að kútur hefði rifnað í notkun var hins vegar tekin ákvörðun um að taka kútana þegar í stað úr umferð og strax haft samband við alla sundstaði sem fengið höfðu kúta.“ Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar hafa ákveðið að taka alla sundkúta sem fyrirtækið gaf sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum úr notkun. Það var gert eftir að kútur slitnaði af tæplega þriggja ára barni. Neytendastofu hafði þá borist ábendingar um rifna kúta um tveimur vikum áður. Ábendingin sem um ræðir kom frá Óla Vali Þrastarsyni. Hann sagði frá atviki á Facebook þar sem kútur sem tæplega þriggja ára sonur hans var að nota rifnaði.Leit út eins og nýr Hann segir kútin hafa litið út fyrir að vera nýjan og að hann hafi farið sérstaklega yfir þá, áður en hann setti þá á son sinn. Þá segist hann hafa séð marga kúta rifna viða áður. Því hafi hann kannað þennan sérstaklega. „Hann er búinn að synda svona tvo metra út í laugina og þá skyndilega sekkur hann öðru megin niður,“ sagði Óli á Bylgjunni í morgun. Hann var þó skammt frá og tók son sinn strax upp.Óli og Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar OR, ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á það hér að neðan.Hratt brugðist við Áslaug Thelma, sagði í morgun að hún hefði séð færslu Óla um klukkan tvö í gær og henni hafi brugðið. „Við brugðumst mjög hratt við og á nokkrum klukkutímum voru kútarnir farnir úr flestum sundlaugum og í kjölfarið munum við skoða málið,“ sagði Áslaug. Í tilkynningu frá ON segir að fyrirtækið hafi þegar hafið könnun á öryggi kútanna í kjölfar „fyrirspurnar Neytendastofu fyrir um hálfum mánuði síðan, en borist höfðu ábendingar um rifna kúta á sundstöðum.“Notað fyrir höfuðpúða Rætt var við starfsmenn sundlauga og leiddi sú könnun í ljós að almenn ánægja ríkti með kútana og að skemmdir á þeim væri hægt að rekja til slæmrar meðferðar á þeim. Sem dæmi hefði borið á því að sundlaugargestir hefðu rifið kútana í sundur til þess að nota sem púða undir höfuð sín. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi þegar í stað látið útbúa sérstakar höfuðhvílur og notkunarleiðbeiningar með kútunum. „Þegar ábending barst snemma á sunnudag (16. júlí) um að kútur hefði rifnað í notkun var hins vegar tekin ákvörðun um að taka kútana þegar í stað úr umferð og strax haft samband við alla sundstaði sem fengið höfðu kúta.“ Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira