Taka sundkúta úr notkun: „Skyndilega sekkur hann öðru megin niður“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 09:12 Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Orku náttúrunnar hafa ákveðið að taka alla sundkúta sem fyrirtækið gaf sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum úr notkun. Það var gert eftir að kútur slitnaði af tæplega þriggja ára barni. Neytendastofu hafði þá borist ábendingar um rifna kúta um tveimur vikum áður. Ábendingin sem um ræðir kom frá Óla Vali Þrastarsyni. Hann sagði frá atviki á Facebook þar sem kútur sem tæplega þriggja ára sonur hans var að nota rifnaði.Leit út eins og nýr Hann segir kútin hafa litið út fyrir að vera nýjan og að hann hafi farið sérstaklega yfir þá, áður en hann setti þá á son sinn. Þá segist hann hafa séð marga kúta rifna viða áður. Því hafi hann kannað þennan sérstaklega. „Hann er búinn að synda svona tvo metra út í laugina og þá skyndilega sekkur hann öðru megin niður,“ sagði Óli á Bylgjunni í morgun. Hann var þó skammt frá og tók son sinn strax upp.Óli og Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar OR, ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á það hér að neðan.Hratt brugðist við Áslaug Thelma, sagði í morgun að hún hefði séð færslu Óla um klukkan tvö í gær og henni hafi brugðið. „Við brugðumst mjög hratt við og á nokkrum klukkutímum voru kútarnir farnir úr flestum sundlaugum og í kjölfarið munum við skoða málið,“ sagði Áslaug. Í tilkynningu frá ON segir að fyrirtækið hafi þegar hafið könnun á öryggi kútanna í kjölfar „fyrirspurnar Neytendastofu fyrir um hálfum mánuði síðan, en borist höfðu ábendingar um rifna kúta á sundstöðum.“Notað fyrir höfuðpúða Rætt var við starfsmenn sundlauga og leiddi sú könnun í ljós að almenn ánægja ríkti með kútana og að skemmdir á þeim væri hægt að rekja til slæmrar meðferðar á þeim. Sem dæmi hefði borið á því að sundlaugargestir hefðu rifið kútana í sundur til þess að nota sem púða undir höfuð sín. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi þegar í stað látið útbúa sérstakar höfuðhvílur og notkunarleiðbeiningar með kútunum. „Þegar ábending barst snemma á sunnudag (16. júlí) um að kútur hefði rifnað í notkun var hins vegar tekin ákvörðun um að taka kútana þegar í stað úr umferð og strax haft samband við alla sundstaði sem fengið höfðu kúta.“ Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar hafa ákveðið að taka alla sundkúta sem fyrirtækið gaf sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum úr notkun. Það var gert eftir að kútur slitnaði af tæplega þriggja ára barni. Neytendastofu hafði þá borist ábendingar um rifna kúta um tveimur vikum áður. Ábendingin sem um ræðir kom frá Óla Vali Þrastarsyni. Hann sagði frá atviki á Facebook þar sem kútur sem tæplega þriggja ára sonur hans var að nota rifnaði.Leit út eins og nýr Hann segir kútin hafa litið út fyrir að vera nýjan og að hann hafi farið sérstaklega yfir þá, áður en hann setti þá á son sinn. Þá segist hann hafa séð marga kúta rifna viða áður. Því hafi hann kannað þennan sérstaklega. „Hann er búinn að synda svona tvo metra út í laugina og þá skyndilega sekkur hann öðru megin niður,“ sagði Óli á Bylgjunni í morgun. Hann var þó skammt frá og tók son sinn strax upp.Óli og Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar OR, ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á það hér að neðan.Hratt brugðist við Áslaug Thelma, sagði í morgun að hún hefði séð færslu Óla um klukkan tvö í gær og henni hafi brugðið. „Við brugðumst mjög hratt við og á nokkrum klukkutímum voru kútarnir farnir úr flestum sundlaugum og í kjölfarið munum við skoða málið,“ sagði Áslaug. Í tilkynningu frá ON segir að fyrirtækið hafi þegar hafið könnun á öryggi kútanna í kjölfar „fyrirspurnar Neytendastofu fyrir um hálfum mánuði síðan, en borist höfðu ábendingar um rifna kúta á sundstöðum.“Notað fyrir höfuðpúða Rætt var við starfsmenn sundlauga og leiddi sú könnun í ljós að almenn ánægja ríkti með kútana og að skemmdir á þeim væri hægt að rekja til slæmrar meðferðar á þeim. Sem dæmi hefði borið á því að sundlaugargestir hefðu rifið kútana í sundur til þess að nota sem púða undir höfuð sín. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi þegar í stað látið útbúa sérstakar höfuðhvílur og notkunarleiðbeiningar með kútunum. „Þegar ábending barst snemma á sunnudag (16. júlí) um að kútur hefði rifnað í notkun var hins vegar tekin ákvörðun um að taka kútana þegar í stað úr umferð og strax haft samband við alla sundstaði sem fengið höfðu kúta.“ Kútarnir verða ekki settir aftur í umferð og verður framleiðsluferli þeirra skoðað.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“