Skortur á konum í Færeyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2017 21:30 Forsætisráðherra Færeyja, Aksel Johannesen, sagði að í Færeyjum ríkti kynjahalli en færeyskar konur eru nú um tveimur þúsund færri en færeyskir karlmenn. Vísir/AFP Mikill skortur á konum ríkir í Færeyjum en karlmenn þar í landi sækja nú í auknum mæli til Tælands og Filippseyja í leit að kvonfangi. BBC gerði ítarlega úttekt á málinu og ræddi við konur sem flust hafa úr hitabeltinu til Færeyja. „Fólk sagði mér að fara út, af því að sólin skini en ég sagði bara: „Nei! Látið mig í friði, mér er mjög kalt,““ er haft eftir Athaya Slaetalid, sem fluttist til Færeyja með Jan, eiginmanni sínum, fyrir sex árum. Þau kynntust í Tælandi en Jan var þar staddur við vinnu með færeyskum vini sínum. Athaya sagðist hafa setið við heitan ofn allan daginn þegar hún kom fyrst til Færeyja. Aðlögunin hafi verið erfið. Nú eru rúmlega þrjú hundruð konur frá Tælandi og Filippseyjum búsettar í Færeyjum. Þær eru því orðnar stærsti erlendi minnihlutahópur í hinu fimmtíu þúsund manna samfélagi.„Kynjahalli“ í FæreyjumSíðari ár hafa einkennst af brottflutningum ungs fólks frá Færeyjum en það sækir gjarnan menntun út fyrir landsteinana og snýr ekki aftur. Þá eru konur mun líklegri en karlar til að flytja alfarið til útlanda. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, sagði að í Færeyjum ríkti „kynjahalli“ en færeyskar konur eru nú um tveimur þúsund færri en færeyskir karlmenn. Karlmennirnir finna sig því knúna til að leita ástarinnar annars staðar. Flestir kynntust þeir asískum eiginkonum sínum á netinu, sumir á sérstökum stefnumótavefsíðum og aðrir á samfélagsmiðlum.Mikið menningarsjokk – en flestir vinalegirAthaya sagðist hafa fundið fyrir miklu menningarsjokki við flutningana. Hún starfar nú í veitingageiranum í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, en þegar sonur hennar fæddist einangraðist hún mjög. „Ég var heima allan daginn og hafði engan til að tala við. Aðrir bæjarbúar eru eldra fólk og flestir tala ekki ensku.“ Hún komst svo í kynni við aðrar tælenskar konur þegar hún byrjaði að vinna. Þá var einnig rætt við Antonette Egholm, sem upphaflega er frá Filippseyjum. Hún ber Færeyingum vel söguna. „Fólkið hér er mjög vinalegt og ég hef aldrei orðið fyrir neikvæðum athugasemdum á grundvelli þess að ég er útlendingur,“ sagði hún. Eiginmaður hennar, Regin, bætti við að taka ætti aukinni fjölbreytni í Færeyjum með opnum örmum. „Við þurfum á fleira fólki að halda. Mér finnst gott að sjá svona mörg börn af blönduðum uppruna. Það hlýtur að vera jákvætt að við bjóðum hingað velkomna utanaðkomandi aðila sem geta eignast fjölskyldur.“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Mikill skortur á konum ríkir í Færeyjum en karlmenn þar í landi sækja nú í auknum mæli til Tælands og Filippseyja í leit að kvonfangi. BBC gerði ítarlega úttekt á málinu og ræddi við konur sem flust hafa úr hitabeltinu til Færeyja. „Fólk sagði mér að fara út, af því að sólin skini en ég sagði bara: „Nei! Látið mig í friði, mér er mjög kalt,““ er haft eftir Athaya Slaetalid, sem fluttist til Færeyja með Jan, eiginmanni sínum, fyrir sex árum. Þau kynntust í Tælandi en Jan var þar staddur við vinnu með færeyskum vini sínum. Athaya sagðist hafa setið við heitan ofn allan daginn þegar hún kom fyrst til Færeyja. Aðlögunin hafi verið erfið. Nú eru rúmlega þrjú hundruð konur frá Tælandi og Filippseyjum búsettar í Færeyjum. Þær eru því orðnar stærsti erlendi minnihlutahópur í hinu fimmtíu þúsund manna samfélagi.„Kynjahalli“ í FæreyjumSíðari ár hafa einkennst af brottflutningum ungs fólks frá Færeyjum en það sækir gjarnan menntun út fyrir landsteinana og snýr ekki aftur. Þá eru konur mun líklegri en karlar til að flytja alfarið til útlanda. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, sagði að í Færeyjum ríkti „kynjahalli“ en færeyskar konur eru nú um tveimur þúsund færri en færeyskir karlmenn. Karlmennirnir finna sig því knúna til að leita ástarinnar annars staðar. Flestir kynntust þeir asískum eiginkonum sínum á netinu, sumir á sérstökum stefnumótavefsíðum og aðrir á samfélagsmiðlum.Mikið menningarsjokk – en flestir vinalegirAthaya sagðist hafa fundið fyrir miklu menningarsjokki við flutningana. Hún starfar nú í veitingageiranum í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, en þegar sonur hennar fæddist einangraðist hún mjög. „Ég var heima allan daginn og hafði engan til að tala við. Aðrir bæjarbúar eru eldra fólk og flestir tala ekki ensku.“ Hún komst svo í kynni við aðrar tælenskar konur þegar hún byrjaði að vinna. Þá var einnig rætt við Antonette Egholm, sem upphaflega er frá Filippseyjum. Hún ber Færeyingum vel söguna. „Fólkið hér er mjög vinalegt og ég hef aldrei orðið fyrir neikvæðum athugasemdum á grundvelli þess að ég er útlendingur,“ sagði hún. Eiginmaður hennar, Regin, bætti við að taka ætti aukinni fjölbreytni í Færeyjum með opnum örmum. „Við þurfum á fleira fólki að halda. Mér finnst gott að sjá svona mörg börn af blönduðum uppruna. Það hlýtur að vera jákvætt að við bjóðum hingað velkomna utanaðkomandi aðila sem geta eignast fjölskyldur.“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira