Röndóttir fuglar vekja furðu í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2017 11:21 Kvenfélagskonurnar Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir sýndu fréttamanni röndóttu endurnar í skrúðgarðinum á Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira