Röndóttir fuglar vekja furðu í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2017 11:21 Kvenfélagskonurnar Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir sýndu fréttamanni röndóttu endurnar í skrúðgarðinum á Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira