Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Tölvuleikjamarkaðurinn veltir stjarnfræðilegum upphæðum. vísir/afp Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels