Börn ekki nægilega oft spurð leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. „Þetta lendir mjög mikið á okkar kynslóð. Það eru engin mörk. Samfélagsmiðlar eru það nýir að það eru ekki til neinar reglur og þú þarft eiginlega bara að vera heppin með foreldra, hvort þau séu að virða þín mörk eða ekki. Þegar maður er yngri er maður oft að gera skrítna svipi eða hluti á myndum og maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þetta er eitthvað sem framtíðaryfirmenn gætu séð,“ segir Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. Eftir áramót verður lagt fram nýtt frumvarp um persónuvernd á Alþingi sem byggt er á viðamikilli reglugerð frá Evrópuráðinu og þinginu. Í reglugerðinni segir að „persónuupplýsingar barna ættu að njóta sérstakrar verndar þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og viðkomandi verndarráðstafanir og réttindi sín í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.“ Börn sem alist hafa upp með foreldra sína á samfélagsmiðlum eru vön því að foreldrar og aðrir deili af þeim myndum og öðrum upplýsingum, en hafa ekki endilega stjórn á því hverju er deilt. Lilja Hrönn segir ungmennaráðið hafa rætt þessi mál nýlega. „Við höfum mótað okkur skoðun á rétti barns til einkalífs og rétti barns til þess að persónuupplýsingum þeirra sé ekki deilt á netinu að þeim óafvitandi. Við viljum að það sé alltaf talað við börn. Foreldrar þurfa að passa sig hverju þau eru að deila. Ég ræddi þetta við ráðið í gær og við vorum sammála um að það eigi alltaf að ræða við börn. Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar,“ segir Lilja Hrönn. Umboðsmaður barna fjallaði sérstaklega árið 2015 um birtingu foreldra á einkunnum barna á samfélagsmiðlum „Þó börn séu stolt og ánægð með sig, þá er ekki sjálfgefið að þau vilji að allir viti þetta. Það er sjálfsagt að spyrja þau og taka tillit til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Salvörún telur mikla þörf á því að þessi mál séu rædd frekar í samfélaginu. „Foreldrar þurfa að vera miklu varkárari almennt talað. Auðvitað eru það margir, en fólk þarf að hugsa þetta lengra fram í tímann og sérstaklega þá að netið gleymir engu og það geti skaðað barnið síðar á ævinni.“ Hún segir enn fremur mikilvægt að rætt sé við börn, en samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Mér finnst fólk oft fara fram úr sér í þessu og ætti að hugsa um það í stærra samhengi hvort börn vilji að það sé verið að deila myndum, myndböndum og öðru þegar þau eru lítil eða jafnvel unglingar. Ég held að krakkar vilji að þau séu spurð. Það á líka að gera það þegar þau eru lítil. Þau hafa líka skoðun á því þegar þau eru fimm ára, eða sjö ára, ekki bara þegar þau eru orðin táningar,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta lendir mjög mikið á okkar kynslóð. Það eru engin mörk. Samfélagsmiðlar eru það nýir að það eru ekki til neinar reglur og þú þarft eiginlega bara að vera heppin með foreldra, hvort þau séu að virða þín mörk eða ekki. Þegar maður er yngri er maður oft að gera skrítna svipi eða hluti á myndum og maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þetta er eitthvað sem framtíðaryfirmenn gætu séð,“ segir Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. Eftir áramót verður lagt fram nýtt frumvarp um persónuvernd á Alþingi sem byggt er á viðamikilli reglugerð frá Evrópuráðinu og þinginu. Í reglugerðinni segir að „persónuupplýsingar barna ættu að njóta sérstakrar verndar þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og viðkomandi verndarráðstafanir og réttindi sín í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.“ Börn sem alist hafa upp með foreldra sína á samfélagsmiðlum eru vön því að foreldrar og aðrir deili af þeim myndum og öðrum upplýsingum, en hafa ekki endilega stjórn á því hverju er deilt. Lilja Hrönn segir ungmennaráðið hafa rætt þessi mál nýlega. „Við höfum mótað okkur skoðun á rétti barns til einkalífs og rétti barns til þess að persónuupplýsingum þeirra sé ekki deilt á netinu að þeim óafvitandi. Við viljum að það sé alltaf talað við börn. Foreldrar þurfa að passa sig hverju þau eru að deila. Ég ræddi þetta við ráðið í gær og við vorum sammála um að það eigi alltaf að ræða við börn. Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar,“ segir Lilja Hrönn. Umboðsmaður barna fjallaði sérstaklega árið 2015 um birtingu foreldra á einkunnum barna á samfélagsmiðlum „Þó börn séu stolt og ánægð með sig, þá er ekki sjálfgefið að þau vilji að allir viti þetta. Það er sjálfsagt að spyrja þau og taka tillit til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Salvörún telur mikla þörf á því að þessi mál séu rædd frekar í samfélaginu. „Foreldrar þurfa að vera miklu varkárari almennt talað. Auðvitað eru það margir, en fólk þarf að hugsa þetta lengra fram í tímann og sérstaklega þá að netið gleymir engu og það geti skaðað barnið síðar á ævinni.“ Hún segir enn fremur mikilvægt að rætt sé við börn, en samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Mér finnst fólk oft fara fram úr sér í þessu og ætti að hugsa um það í stærra samhengi hvort börn vilji að það sé verið að deila myndum, myndböndum og öðru þegar þau eru lítil eða jafnvel unglingar. Ég held að krakkar vilji að þau séu spurð. Það á líka að gera það þegar þau eru lítil. Þau hafa líka skoðun á því þegar þau eru fimm ára, eða sjö ára, ekki bara þegar þau eru orðin táningar,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði