Borgin malbikar fyrir 8,3 milljarða á næstu árum Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Tvöfalt meira verður lagt af malbiki innan borgarmarkanna í ár en í fyrra. vísir/gva Reykjavíkurborg hyggst verja meiri fjármunum til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra. Áhersla er lögð á endurnýjun bæði með fræsingu og malbikun, sem og malbikun yfirlaga og er það gert til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Áætlað er að slík endurnýjun verði í ár 243.000 fermetrar eða sem nemur um 32 kílómetrum í lengd gatna. Að auki, og fyrir utan fyrrgreindan kostnað, kemur nýtt malbik á götur sem endurnýjaðar eru frá grunni, s.s. endurgerð Hafnarstrætis milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, sem og vegna endurgerðar gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu. Þá eru framkvæmdir Vegagerðarinnar á stofnbrautum ekki inni í þessum tölum, segir í frétt borgarinnar. Borgarráð heimilaði á fundi sínum í gær að malbikunarframkvæmdir ársins yrðu boðnar út. Gerð hefur verið áætlun um endurnýjun og viðgerðir á malbiki á götum borgarinnar til næstu fimm ára. Í fjárhagsáætlun 2017 til 2021 er lagt til að varið verði 8.380 milljónum króna til verkefnisins. Fyrstu þrjú árin (2017-2019) verður áhersla lögð á endurnýjun malbiksyfirlagna einkum á umferðarþungum götum til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Á árunum 2020-2021 er ætlunin að endurnýja fjölmargar götur sem þá hafa náð líftíma sínum og eru það einkum íbúðagötur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja meiri fjármunum til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríflega tvöföldun frá því í fyrra. Áhersla er lögð á endurnýjun bæði með fræsingu og malbikun, sem og malbikun yfirlaga og er það gert til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Áætlað er að slík endurnýjun verði í ár 243.000 fermetrar eða sem nemur um 32 kílómetrum í lengd gatna. Að auki, og fyrir utan fyrrgreindan kostnað, kemur nýtt malbik á götur sem endurnýjaðar eru frá grunni, s.s. endurgerð Hafnarstrætis milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, sem og vegna endurgerðar gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu. Þá eru framkvæmdir Vegagerðarinnar á stofnbrautum ekki inni í þessum tölum, segir í frétt borgarinnar. Borgarráð heimilaði á fundi sínum í gær að malbikunarframkvæmdir ársins yrðu boðnar út. Gerð hefur verið áætlun um endurnýjun og viðgerðir á malbiki á götum borgarinnar til næstu fimm ára. Í fjárhagsáætlun 2017 til 2021 er lagt til að varið verði 8.380 milljónum króna til verkefnisins. Fyrstu þrjú árin (2017-2019) verður áhersla lögð á endurnýjun malbiksyfirlagna einkum á umferðarþungum götum til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Á árunum 2020-2021 er ætlunin að endurnýja fjölmargar götur sem þá hafa náð líftíma sínum og eru það einkum íbúðagötur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira