„Þetta var „staðurinn“ og hjartað í útgerðinni í landi“ Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2017 09:58 Húsnæði skipaþjónustu Hraðfrystihússins Gunnvarar stendur við Árnagötu 3 við Ísafjarðarhöfn. GÍSLI HALLDÓR HALLDÓRSSON „Húsið er náttúrulega ónýtt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, en húsnæði skipaþjónustu fyrirtækisins við Árnagötu 3 við Ísafjarðarhöfn varð eldi að bráð í nótt. Einar Valur segir starfsmenn hafa nýtt húsnæðið sem aðstöðu til að þjónusta skip fyrirtækisins. „Þarna voru vélar, varahlutir, veiðarfæri og verkfæri til allra hluta. Þetta var „staðurinn“ og hjartað í útgerðinni í landi. Þetta var punkturinn þar sem búið var að safna öllu saman áður en skipin komu.“ Einar Valur segir að starfsmenn séu ekki búnir að meta tjónið á þessari stundu. „Við verðum nú að fara í að finna og koma okkur upp annarri aðstöðu. Byggja okkur upp aftur. Við erum með menn í vinnu svo við verðum að finna okkur annað hús sem fyrst.“ Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið verkfæri og varahlutir sem hafi farið í eldinum. Einnig hafi tveir bílar eyðilagst og einn eða tveir lyftarar. „Við höfum ekki aðgang að svæðinu sem stendur. Lögreglan er enn að rannsaka vettvanginn.“ Einar Valur segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið með honum á svæðinu eftir að eldurinn kom upp. „Þetta var ekki skemmtilegt en menn voru bara að vinna sína vinnu, aðstoða slökkviliðið og annað. Það er eins og það er. Þetta eru ekki krakkar. Þetta eru reyndir menn.“ Tengdar fréttir Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. 9. desember 2017 00:12 Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir við húsnæði skipaþjónustu HG þar sem þeir vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný. 9. desember 2017 08:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Húsið er náttúrulega ónýtt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, en húsnæði skipaþjónustu fyrirtækisins við Árnagötu 3 við Ísafjarðarhöfn varð eldi að bráð í nótt. Einar Valur segir starfsmenn hafa nýtt húsnæðið sem aðstöðu til að þjónusta skip fyrirtækisins. „Þarna voru vélar, varahlutir, veiðarfæri og verkfæri til allra hluta. Þetta var „staðurinn“ og hjartað í útgerðinni í landi. Þetta var punkturinn þar sem búið var að safna öllu saman áður en skipin komu.“ Einar Valur segir að starfsmenn séu ekki búnir að meta tjónið á þessari stundu. „Við verðum nú að fara í að finna og koma okkur upp annarri aðstöðu. Byggja okkur upp aftur. Við erum með menn í vinnu svo við verðum að finna okkur annað hús sem fyrst.“ Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið verkfæri og varahlutir sem hafi farið í eldinum. Einnig hafi tveir bílar eyðilagst og einn eða tveir lyftarar. „Við höfum ekki aðgang að svæðinu sem stendur. Lögreglan er enn að rannsaka vettvanginn.“ Einar Valur segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið með honum á svæðinu eftir að eldurinn kom upp. „Þetta var ekki skemmtilegt en menn voru bara að vinna sína vinnu, aðstoða slökkviliðið og annað. Það er eins og það er. Þetta eru ekki krakkar. Þetta eru reyndir menn.“
Tengdar fréttir Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. 9. desember 2017 00:12 Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir við húsnæði skipaþjónustu HG þar sem þeir vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný. 9. desember 2017 08:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. 9. desember 2017 00:12
Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir við húsnæði skipaþjónustu HG þar sem þeir vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný. 9. desember 2017 08:18