Listaverkin sem enginn hefur ánægju af lengur Benedikt Bóas skrifar 15. júní 2017 07:00 Verkið Hyrningar VI eftir Hallstein Sigurðsson er um þrír metrar á hæð og um 2,3 metrar á breidd. Verkið stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Það er eitt þeirra fjölmörgu verka sem þarfnast viðhalds. Vísir/Ernir „Ljóst er að ástand útilistaverka í borginni er orðið mjög slæmt og reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil. Mörg þessara verka eru hreinlega að grotna niður og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Nauðsynlegt er að ráðist verði sem fyrst í viðgerðir á þessum verkum,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði á fundi ráðsins í vikunni. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sat fundinn og kynnti ástandið fyrir ráðinu. „Listin er til gleði og ánægju en staðan er sú að við höfum ekki nægt fjármagn til að sinna æskilegu viðhaldi. Það eru ákveðin verk sem, eðli máls samkvæmt, þurfa viðhald. Það var skorið niður fjármagn til viðhalds í hagræðingu árið 2010 og það hefur ekki komið til baka. Það hefur því safnast upp töluverður vandi,“ segir hún.Ólöf Kristín Sigurðardóttir Fréttablaðið/Anton Brink Ólöf og Listasafnið hafa kortlagt bráðavandann og segir hún að ein milljón króna á ári nægi ekki til að sinna viðhaldi á þeim 148 verkum sem eru á ábyrgð Reykjavíkurborgar. „Við höfum reynt að nýta þessa peninga vel en við náum ekki utan um allt. Við erum tilbúin með áætlun og vonandi fáum við meiri pening til að sinna þessu viðhaldi,“ segir hún. Meðal annars fer þessi eina milljón í að þrífa eftir skemmdarverk og þá hefur megnið farið í garðinn við Ásmundarsafn undanfarin tvö ár. Þau verk sem þurfa á andlitslyftingu að halda eru meðal annars verkið Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson og stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Málmskúlptúrinn Sólaraugað eftir Jón Gunnar Árnason sem stendur við Mjódd, Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Hagatorg og fleiri. Bronsverk í borginni þarf að þrífa og bóna og viðhalda. Það er því að ýmsu að hyggja. „Við erum að vona að við fáum frekara fjármagn og menningar- og ferðamálaráð hefur sýnt þessu mikinn áhuga.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Ljóst er að ástand útilistaverka í borginni er orðið mjög slæmt og reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil. Mörg þessara verka eru hreinlega að grotna niður og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Nauðsynlegt er að ráðist verði sem fyrst í viðgerðir á þessum verkum,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði á fundi ráðsins í vikunni. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sat fundinn og kynnti ástandið fyrir ráðinu. „Listin er til gleði og ánægju en staðan er sú að við höfum ekki nægt fjármagn til að sinna æskilegu viðhaldi. Það eru ákveðin verk sem, eðli máls samkvæmt, þurfa viðhald. Það var skorið niður fjármagn til viðhalds í hagræðingu árið 2010 og það hefur ekki komið til baka. Það hefur því safnast upp töluverður vandi,“ segir hún.Ólöf Kristín Sigurðardóttir Fréttablaðið/Anton Brink Ólöf og Listasafnið hafa kortlagt bráðavandann og segir hún að ein milljón króna á ári nægi ekki til að sinna viðhaldi á þeim 148 verkum sem eru á ábyrgð Reykjavíkurborgar. „Við höfum reynt að nýta þessa peninga vel en við náum ekki utan um allt. Við erum tilbúin með áætlun og vonandi fáum við meiri pening til að sinna þessu viðhaldi,“ segir hún. Meðal annars fer þessi eina milljón í að þrífa eftir skemmdarverk og þá hefur megnið farið í garðinn við Ásmundarsafn undanfarin tvö ár. Þau verk sem þurfa á andlitslyftingu að halda eru meðal annars verkið Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson og stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Málmskúlptúrinn Sólaraugað eftir Jón Gunnar Árnason sem stendur við Mjódd, Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Hagatorg og fleiri. Bronsverk í borginni þarf að þrífa og bóna og viðhalda. Það er því að ýmsu að hyggja. „Við erum að vona að við fáum frekara fjármagn og menningar- og ferðamálaráð hefur sýnt þessu mikinn áhuga.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira