Listaverkin sem enginn hefur ánægju af lengur Benedikt Bóas skrifar 15. júní 2017 07:00 Verkið Hyrningar VI eftir Hallstein Sigurðsson er um þrír metrar á hæð og um 2,3 metrar á breidd. Verkið stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Það er eitt þeirra fjölmörgu verka sem þarfnast viðhalds. Vísir/Ernir „Ljóst er að ástand útilistaverka í borginni er orðið mjög slæmt og reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil. Mörg þessara verka eru hreinlega að grotna niður og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Nauðsynlegt er að ráðist verði sem fyrst í viðgerðir á þessum verkum,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði á fundi ráðsins í vikunni. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sat fundinn og kynnti ástandið fyrir ráðinu. „Listin er til gleði og ánægju en staðan er sú að við höfum ekki nægt fjármagn til að sinna æskilegu viðhaldi. Það eru ákveðin verk sem, eðli máls samkvæmt, þurfa viðhald. Það var skorið niður fjármagn til viðhalds í hagræðingu árið 2010 og það hefur ekki komið til baka. Það hefur því safnast upp töluverður vandi,“ segir hún.Ólöf Kristín Sigurðardóttir Fréttablaðið/Anton Brink Ólöf og Listasafnið hafa kortlagt bráðavandann og segir hún að ein milljón króna á ári nægi ekki til að sinna viðhaldi á þeim 148 verkum sem eru á ábyrgð Reykjavíkurborgar. „Við höfum reynt að nýta þessa peninga vel en við náum ekki utan um allt. Við erum tilbúin með áætlun og vonandi fáum við meiri pening til að sinna þessu viðhaldi,“ segir hún. Meðal annars fer þessi eina milljón í að þrífa eftir skemmdarverk og þá hefur megnið farið í garðinn við Ásmundarsafn undanfarin tvö ár. Þau verk sem þurfa á andlitslyftingu að halda eru meðal annars verkið Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson og stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Málmskúlptúrinn Sólaraugað eftir Jón Gunnar Árnason sem stendur við Mjódd, Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Hagatorg og fleiri. Bronsverk í borginni þarf að þrífa og bóna og viðhalda. Það er því að ýmsu að hyggja. „Við erum að vona að við fáum frekara fjármagn og menningar- og ferðamálaráð hefur sýnt þessu mikinn áhuga.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Ljóst er að ástand útilistaverka í borginni er orðið mjög slæmt og reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil. Mörg þessara verka eru hreinlega að grotna niður og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Nauðsynlegt er að ráðist verði sem fyrst í viðgerðir á þessum verkum,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði á fundi ráðsins í vikunni. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sat fundinn og kynnti ástandið fyrir ráðinu. „Listin er til gleði og ánægju en staðan er sú að við höfum ekki nægt fjármagn til að sinna æskilegu viðhaldi. Það eru ákveðin verk sem, eðli máls samkvæmt, þurfa viðhald. Það var skorið niður fjármagn til viðhalds í hagræðingu árið 2010 og það hefur ekki komið til baka. Það hefur því safnast upp töluverður vandi,“ segir hún.Ólöf Kristín Sigurðardóttir Fréttablaðið/Anton Brink Ólöf og Listasafnið hafa kortlagt bráðavandann og segir hún að ein milljón króna á ári nægi ekki til að sinna viðhaldi á þeim 148 verkum sem eru á ábyrgð Reykjavíkurborgar. „Við höfum reynt að nýta þessa peninga vel en við náum ekki utan um allt. Við erum tilbúin með áætlun og vonandi fáum við meiri pening til að sinna þessu viðhaldi,“ segir hún. Meðal annars fer þessi eina milljón í að þrífa eftir skemmdarverk og þá hefur megnið farið í garðinn við Ásmundarsafn undanfarin tvö ár. Þau verk sem þurfa á andlitslyftingu að halda eru meðal annars verkið Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson og stendur á horni Langholtsvegs og Álfheima. Málmskúlptúrinn Sólaraugað eftir Jón Gunnar Árnason sem stendur við Mjódd, Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson og stendur við Hagatorg og fleiri. Bronsverk í borginni þarf að þrífa og bóna og viðhalda. Það er því að ýmsu að hyggja. „Við erum að vona að við fáum frekara fjármagn og menningar- og ferðamálaráð hefur sýnt þessu mikinn áhuga.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira