Íslenski boltinn

Ungur markvörður Fram á reynslu til Liverpool

Elías Orri Njarðarson skrifar
Rafal mun dvelja hjá Liverpool í viku
Rafal mun dvelja hjá Liverpool í viku Alex Woj
Rafal Stefáni Daníelssyni, 15 ára markverði 3. flokks Fram í knattspyrnu hefur verið boðið til reynslu hjá stórliði Liverpool á Englandi.

Rafal, sem er fæddur árið 2001, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í yngri flokkum Fram, þar sem hann hefur leikið með 3. flokki ásamt því að hafa spilað nokkra leiki með 2. flokki félagsins. Rafal hefur verið í úrtakshópum í yngri landsliðum Íslands og hefur einnig verið á æfingum hjá meistaraflokki Fram.

Rafal mun dvelja hjá liðinu í viku en hann fer út til Liverpool næstkomandi mánudag þar sem hann mun æfa og spila með U16 ára liði Liverpool.

Rafal verður á flakki í sumar þar sem að hann mun fara í lok ágúst til æfinga hjá Accrington Stanley, eftir að hafa vakið athygli á stóru námskeiði fyrir upprennandi markmenn hjá Billy Stewart, markmannsþjálfara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×