Vill lóðir frá ríkinu undir íbúðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Umræddar lóðir Borgarstjóri vill viðræður við ríkið um uppbyggingu á sex ríkislóðum í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Telur borgarstjóri að á lóðunum mætti reisa um 800 íbúðir. Þetta kemur fram í bréfi sem borgarstjóri sendi Þorsteini Víglundssyni, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrr í mánuðinum. „Við erum opin fyrir því hvort við leysum þær til okkar eða hvort ríkið gangist sjálft fyrir því að láta byggja á þeim eða að við gerum það einfaldlega í samstarfi. En með þessu bréfi vildum við einfaldlega þrýsta á þetta,“ segir Dagur. Hann segist vilja að ríki og borg nái samstöðu um að þessar íbúðir fari til uppbyggingar með þarfir ungs fólks í huga. „Það er sá hópur sem stendur höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Annars vegar eru þarna nokkrar lóðir sem myndu henta mjög vel til þess að byggja stúdentaíbúðir en ég sé líka fyrir mér að það væri áhugavert að þróa þarna litlar og meðalstórar íbúðir sem væru hugsaðar fyrir kaupendamarkaðinn,“ segir Dagur. Ríki og borg myndu í sameiningu finna leiðir til að tryggja að sú uppbygging færi fram án hagnaðarsjónarmiða, eða því sem næst.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÍ bréfi dags kemur fram að viðræður við fyrri ríkisstjórn hafi leitt til þess að borgin keypti lóð við Elliðaárvog sem var i eigu Sementsverksmiðjunnar og lóð Kennaraháskólans við Bólstaðarhlíð þar sem verður byggt upp fyrir stúdenta og eldri borgara. Viðræður um aðra mikilvæga reiti hafi ekki skilað árangri. Dagur segir við Fréttablaðið að því hafi verið borið við að ríkinu sé óheimilt að heimila uppbyggingu á þessum lóðum nema hámarksverð fáist fyrir. „Þá þarf hugsanlega lagabreytingu eða eitthvað en þá er bara að gera það. Borgin er að láta land undir uppbyggingu sem er ekki í hagnaðarskyni án þess að fá þar hámarksendurgjald fyrir,“ segir Dagur og vísar þar í lóðaúthlutanir vegna stúdentaíbúða og vegna íbúða sem borgin hyggst reisa í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta verður aldrei afgerandi en samt eitt púsluspilið í því sem við erum að vinna með í húsnæðismálunum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég reikna með að þetta verði í þeim aðgerðum sem við munum leggja til við aðgerðahóp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál,“ segir Þorsteinn en nefndin mun móta tíu tillögur til lausnar á húsnæðisvandanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Borgarstjóri vill viðræður við ríkið um uppbyggingu á sex ríkislóðum í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Telur borgarstjóri að á lóðunum mætti reisa um 800 íbúðir. Þetta kemur fram í bréfi sem borgarstjóri sendi Þorsteini Víglundssyni, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrr í mánuðinum. „Við erum opin fyrir því hvort við leysum þær til okkar eða hvort ríkið gangist sjálft fyrir því að láta byggja á þeim eða að við gerum það einfaldlega í samstarfi. En með þessu bréfi vildum við einfaldlega þrýsta á þetta,“ segir Dagur. Hann segist vilja að ríki og borg nái samstöðu um að þessar íbúðir fari til uppbyggingar með þarfir ungs fólks í huga. „Það er sá hópur sem stendur höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Annars vegar eru þarna nokkrar lóðir sem myndu henta mjög vel til þess að byggja stúdentaíbúðir en ég sé líka fyrir mér að það væri áhugavert að þróa þarna litlar og meðalstórar íbúðir sem væru hugsaðar fyrir kaupendamarkaðinn,“ segir Dagur. Ríki og borg myndu í sameiningu finna leiðir til að tryggja að sú uppbygging færi fram án hagnaðarsjónarmiða, eða því sem næst.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÍ bréfi dags kemur fram að viðræður við fyrri ríkisstjórn hafi leitt til þess að borgin keypti lóð við Elliðaárvog sem var i eigu Sementsverksmiðjunnar og lóð Kennaraháskólans við Bólstaðarhlíð þar sem verður byggt upp fyrir stúdenta og eldri borgara. Viðræður um aðra mikilvæga reiti hafi ekki skilað árangri. Dagur segir við Fréttablaðið að því hafi verið borið við að ríkinu sé óheimilt að heimila uppbyggingu á þessum lóðum nema hámarksverð fáist fyrir. „Þá þarf hugsanlega lagabreytingu eða eitthvað en þá er bara að gera það. Borgin er að láta land undir uppbyggingu sem er ekki í hagnaðarskyni án þess að fá þar hámarksendurgjald fyrir,“ segir Dagur og vísar þar í lóðaúthlutanir vegna stúdentaíbúða og vegna íbúða sem borgin hyggst reisa í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta verður aldrei afgerandi en samt eitt púsluspilið í því sem við erum að vinna með í húsnæðismálunum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég reikna með að þetta verði í þeim aðgerðum sem við munum leggja til við aðgerðahóp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál,“ segir Þorsteinn en nefndin mun móta tíu tillögur til lausnar á húsnæðisvandanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira