Innlent

Lést eftir fall í Búrfellsvatn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vísir
Maðurinn sem féll í Búrfellsvatn á Jökuldal fyrr í dag var úrskurðaður látinn þegar björgunarmenn komu á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er málið í rannsókn. 

Á mbl.is er haft eftir lögreglunni að maðurinn hafi verið á ferð ásamt öðrum manni. Um slys var að ræða. Tíu björgunarsveitarmenn og þrír lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg kom fram að svæðið væri afar torfært og ekki hægt að komast á vettvang nema á mjög breyttum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×