Innlent

Mikil stemning í Eyjum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mikil stemmning var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt. Það mikil að jarðskjálftamælar frá Veðurstofu Íslands á staðnum tóku við sér og greindu hreyfingu í dalnum.

Erill var hjá lögreglu í Eyjum í nótt og mikil ölvun. Tveir gistu fangageymslur vegna líkamsárása sem báðar hafa verið kærðar en þolendur árásanna voru báðir fluttir á heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum til skoðunar og reyndist annar þeirra nefbrotinn.

Enginn ökumaður var kærður fyrir ölvunarakstur sem telst til tíðinda á svo fjölmennri hátíð en mikið og öflugt eftirlit er á staðnum og ekki um langar vegalengdir að fara líkt og lögregla komast að orði.

Á Flúðum er einnig fjölmenni og eru tjaldsvæði á Suðurlandi þétt skipuð og var þó nokkuð að gera hjá lögreglu vegna ölvunnar en engin alvarleg mál hafa verið tilkynnt. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tvö fíkniefnamál komu upp á Flúðum þar sem lögregla gerði upptæka neysluskammta.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt til leitar að ungri stúlku, en í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að stúlkan hafði ætlað sér að ganga um 400 metra leið til foreldra sinna þar sem þau voru á tjaldsvæði en ekki skilað sér á tilskyldum tíma. Stúlkan kom svo fram í morgunsárið heil á húfi og var leit þá afturkölluð.

Annars staðar á landinu hafa hátíðarhöld farið vel fram.

Það eru þó nokkrir fyrirhyggjusamir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má búast við því að þó nokkur umferð verði til höfuðborgarinnar í kvöldi og sömuleiðis í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×