Bretar ganga að kjörborðinu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2016 07:30 Evrópusinnar flugu með borða fram hjá parísarhjólinu London Eye í gær til að hvetja fólk til að kjósa áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins. Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016 Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“