Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði. Visir/Egill Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira