Óljóst um allt menningarstarf í Reykjanesbæ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 13:13 Setning Ljósanætur er með stærri menningarviðburðum Reykjanesbæjar ár hvert. Vísir/Stöð 2 Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“ Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“
Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00
Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00