Óljóst um allt menningarstarf í Reykjanesbæ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 13:13 Setning Ljósanætur er með stærri menningarviðburðum Reykjanesbæjar ár hvert. Vísir/Stöð 2 Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“ Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“
Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00
Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00