Bölvun aflétt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2016 06:30 Gleði leikmanna Chicago Cubs eftir oddaleikinn var fölskvalaus. vísir/getty Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt. Aðrar íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira
Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt.
Aðrar íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira