Vilja segja sig úr Vogum og ganga til liðs við Hafnarfjörð Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:00 Tilvonandi Hafnfirðingarnir Virgill Scheving Einarsson og Stefán Árnason. Vísir/GVA Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“ Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira