Vilja segja sig úr Vogum og ganga til liðs við Hafnarfjörð Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:00 Tilvonandi Hafnfirðingarnir Virgill Scheving Einarsson og Stefán Árnason. Vísir/GVA Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira