Vilja segja sig úr Vogum og ganga til liðs við Hafnarfjörð Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:00 Tilvonandi Hafnfirðingarnir Virgill Scheving Einarsson og Stefán Árnason. Vísir/GVA Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði