Innlent

Strákakvöld á Stígamótum

Bjarki Ármannsson skrifar
Stígamót, samtök gegn kynferðislegu ofbeldi, bjóða karla í kvöld velkomna á annað strákakvöld ársins.
Stígamót, samtök gegn kynferðislegu ofbeldi, bjóða karla í kvöld velkomna á annað strákakvöld ársins. Vísir/Daníel
Stígamót, samtök gegn kynferðislegu ofbeldi, bjóða karla í kvöld velkomna á annað strákakvöld ársins. Til stendur að kynna breska sjálfshjálparhandbók fyrir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis.

Handbókin ber heitið A Self Help Guide for Males Who Have Been Sexually Abused og var gefin út árið 2014 af Survivors West Yorkshire, samtökum sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis.

Í tilkynningu frá Stígamótum segir að tilgangurinn með strákakvöldinu sé fyrir karlkyns þolendur og hittast og ræða saman í traustu og öruggu rými.

„Það er Stígamótum mikilvægt að karlkyns brotaþolar upplifi sig velkomna og að öllum sé ljóst að karlar og strákar geti orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×