Innlent

Rannsókn HIV-málsins að ljúka

Snærós Sindradóttir skrifar
Maðurinn er sá fyrsti sem hnepptur er í gæsluvarðhald, grunaður um að smita vísvitandi af HIV-veirunni.
Maðurinn er sá fyrsti sem hnepptur er í gæsluvarðhald, grunaður um að smita vísvitandi af HIV-veirunni. vísir/pjetur
Beðið er eftir lokagögnum í rannsókn lögreglu á HIV-málinu svokallaða áður en það verður sent til ákærusviðs. Öll gögn sem óskað var eftir erlendis frá hafa borist lögreglunni.

Málið snýst um hælisleitanda sem grunaður er um að hafa vísvitandi smitað konur af HIV-veirunni. Staðfest er að hann smitaði tvær konur hér á landi. Lögregla óskaði meðal annars eftir læknisgögnum frá þeim löndum sem hann hefur verið í til að sanna hvort hann hafi vitað af smitinu eða ekki.

Rannsóknin gengur út á að sanna ásetning. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það málum blandið hvort maðurinn hafi vísvitandi smitað konurnar eða óafvitandi smitað þær. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald og farbann þegar málið kom upp síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×