Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 16:31 Íslensk kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um aðkomu að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Mexíkó til Íslands með viðkomu í Kanada, var handtekin í Toronto í desember nokkrum dögum fyrir jól. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og má reikna með því að hún verði í haldi þar til dómur fellur í málinu. Konan mun hafa verið í hlutverki burðardýrs en segja má að lögregluyfirvöld hafi leitt hana í gildru til þess að ná að tengja hana við fíkniefnainnflutninginn. Fór konan utan til Toronto til að sækja golfsett sem sent hafði verið með póstsendingu frá Mexíkó en verið stöðvað í Kanada. Þar var konan handtekin en kylfurnar höfðu verið fylltar af fíkniefnum. Rannsókn málsins er í höndum kanadísku lögreglunnar en var þó unnin í samstarfi við íslensk yfirvöld á fyrri stigum samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Umrædd golfsett á leiðinni frá Íslandi í nóvember.Ævintýraleg sagaMálið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis tilkynnti konan þremur kunningjakonum sínum að hún hefði unnið ferð fyrir fjóra til Cancun í Mexíkó. Lúxusferð sem vinkonurnar slógu ekki hendinni á móti. Það sem þær vissu ekki var að verið var að reyna að gera þær að burðardýrum án þeirra vitundar.Í Leifsstöð afhenti konan kunningjakonum sínum sitt golfsettið hverri og tilkynnti þeim að spilað yrði golf úti í Mexíkó. Konurnar millilentu í Toronto í Kanada áður en til Mexíkó var komið. Þar fór konurnar þrjár að gruna að ekki væri allt með felldu. Golfsettunum var komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun sem þær skildu ekki alveg. Þangað voru þau sótt af íslenskum manni sem hefur meðal annars hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir fíkniefnainnflutning.Frá flugvellinum í Toronto.Vísir/GettyFóru að efast um ferðina Í framhaldinu fóru konurnar að ganga á vinkonu sína með það í hvaða leik hún hefði unnið miðana en fengu engin skýr svör. Urðu þær óttaslegnar yfir því hvaða aðstæður þær væru búnar að koma sér í og voru farnar frá Cancun, fyrr en áætlað var, eftir fimm daga dvöl. Sú sem situr í gæsluvarðhaldi fylgdi með. Í Toronto stungu konurnar þrjár vinkonuna svo af og komust í flug heim til Íslands. Vinkonan kom í framhaldinu til Íslands. Einhverjar vikur liðu þegar upplýsingar bárust lögreglu að golfsett, með kylfum sem höfðu verið fylltar af fíkniefnum, væri á leið í póstsendingu frá Cancun til Íslands með viðkomu í Toronto. Golfsettið átti að senda alla leið en var stöðvað í Kanada. Fékk konan þær upplýsingar að hún yrði að sækja settið til Kanada. Þegar þangað var komið var hún handtekin. Á svipuðum tíma var annað golfsett, einnig merkt henni, sent svipaða leið og hefur lögregla einnig lagt hald á það. Upplýsingar liggja ekki fyrri um magn fíkniefna en ætla má að það sé töluvert sem koma má fyrir í kylfum tveggja golfsetta. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað er með því að konan verði í gæsluvarðhaldi ytra þar til að dómur fellur í málinu. Það gæti tekið sinn tíma en til samanburðar hafa meintir fíkniefnainnflytjendur hér á landi, íslenskir sem erlendir, verið í gæsluvarðhaldi í allt að hálft ár áður en málin fara fyrir dóm. Uppfært klukkan 21:36Konan hefur verið ákærð fyrir innflutning á tæplega kílói af kókaíni til Kanada. Hún var handtekin þann 18. desember og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan eða í 55 daga. Hún kemur næst fyrir dómara þann 19. febrúar. Nánar hér. Tengdar fréttir Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Íslensk kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um aðkomu að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Mexíkó til Íslands með viðkomu í Kanada, var handtekin í Toronto í desember nokkrum dögum fyrir jól. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og má reikna með því að hún verði í haldi þar til dómur fellur í málinu. Konan mun hafa verið í hlutverki burðardýrs en segja má að lögregluyfirvöld hafi leitt hana í gildru til þess að ná að tengja hana við fíkniefnainnflutninginn. Fór konan utan til Toronto til að sækja golfsett sem sent hafði verið með póstsendingu frá Mexíkó en verið stöðvað í Kanada. Þar var konan handtekin en kylfurnar höfðu verið fylltar af fíkniefnum. Rannsókn málsins er í höndum kanadísku lögreglunnar en var þó unnin í samstarfi við íslensk yfirvöld á fyrri stigum samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Umrædd golfsett á leiðinni frá Íslandi í nóvember.Ævintýraleg sagaMálið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis tilkynnti konan þremur kunningjakonum sínum að hún hefði unnið ferð fyrir fjóra til Cancun í Mexíkó. Lúxusferð sem vinkonurnar slógu ekki hendinni á móti. Það sem þær vissu ekki var að verið var að reyna að gera þær að burðardýrum án þeirra vitundar.Í Leifsstöð afhenti konan kunningjakonum sínum sitt golfsettið hverri og tilkynnti þeim að spilað yrði golf úti í Mexíkó. Konurnar millilentu í Toronto í Kanada áður en til Mexíkó var komið. Þar fór konurnar þrjár að gruna að ekki væri allt með felldu. Golfsettunum var komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun sem þær skildu ekki alveg. Þangað voru þau sótt af íslenskum manni sem hefur meðal annars hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir fíkniefnainnflutning.Frá flugvellinum í Toronto.Vísir/GettyFóru að efast um ferðina Í framhaldinu fóru konurnar að ganga á vinkonu sína með það í hvaða leik hún hefði unnið miðana en fengu engin skýr svör. Urðu þær óttaslegnar yfir því hvaða aðstæður þær væru búnar að koma sér í og voru farnar frá Cancun, fyrr en áætlað var, eftir fimm daga dvöl. Sú sem situr í gæsluvarðhaldi fylgdi með. Í Toronto stungu konurnar þrjár vinkonuna svo af og komust í flug heim til Íslands. Vinkonan kom í framhaldinu til Íslands. Einhverjar vikur liðu þegar upplýsingar bárust lögreglu að golfsett, með kylfum sem höfðu verið fylltar af fíkniefnum, væri á leið í póstsendingu frá Cancun til Íslands með viðkomu í Toronto. Golfsettið átti að senda alla leið en var stöðvað í Kanada. Fékk konan þær upplýsingar að hún yrði að sækja settið til Kanada. Þegar þangað var komið var hún handtekin. Á svipuðum tíma var annað golfsett, einnig merkt henni, sent svipaða leið og hefur lögregla einnig lagt hald á það. Upplýsingar liggja ekki fyrri um magn fíkniefna en ætla má að það sé töluvert sem koma má fyrir í kylfum tveggja golfsetta. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað er með því að konan verði í gæsluvarðhaldi ytra þar til að dómur fellur í málinu. Það gæti tekið sinn tíma en til samanburðar hafa meintir fíkniefnainnflytjendur hér á landi, íslenskir sem erlendir, verið í gæsluvarðhaldi í allt að hálft ár áður en málin fara fyrir dóm. Uppfært klukkan 21:36Konan hefur verið ákærð fyrir innflutning á tæplega kílói af kókaíni til Kanada. Hún var handtekin þann 18. desember og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan eða í 55 daga. Hún kemur næst fyrir dómara þann 19. febrúar. Nánar hér.
Tengdar fréttir Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði