Barist í Liverpool á morgun Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júlí 2016 21:45 Bjarki Þór Pálsson er tilbúinn í sinn fyrsta atvinnubardaga. Sóllilja Baltasardóttir Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér. MMA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér.
MMA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira