Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA er með í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 12:30 Dana White. vísir/getty Dana White, forseti UFC, talaði loksins í gær um hin nýju samtök bardagamanna í MMA. White veit lítið um samtökin en er ekki mjög hrifinn af einum af forsvarsmönnum samtakanna. Sá heitir Bjorn Rebney, sem Dana kallar alltaf Björk, og er fyrrum stjórnarformaður Bellator sem eru næststærstu bardagasamtökin á eftir UFC. „Ég veit í raun ekki nóg um þessi samtök til að tala um þau. Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA, Bjork, er með í þessu,“ sagði White og andúðin leyndi sér ekki. Fyrir þessum nýju samtökum fara Georges St-Pierre, Cain Velaquez, Tim Kennedy, TJ Dillashaw og Donald Cerrone. Rebney er síðan sagður vera ráðgjafi. Eitt af aðalhlutverkum samtakanna er að berjast fyrir því að meira af hagnaði UFC renni í vasa bardagakappanna.Bjorn Rebney.vísir/getty„Bardagakappar vita að það eru allir að reyna að komast í vasann þeirra. Ég get fullvissað þá alla um að þeir vilja ekki að Bjork sé með hendina í vasanum þeirra.“ Það hefur verið illt á milli White og Rebney í fjöldamörg ár og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni. „Ég veit líka að þessi skíthæll, sem veit ekkert um okkar rekstur, er að segja að við setjum aðeins átta prósent af hagnaðinum í vasa bardagakappanna. Ég vona að hann sé að tala um Conor McGregor. Er það ekki Bjork? Þú drulluheimski aumingi,“ sagði White reiður en Rebney sagðist alltaf hafa sett helming af ágóða Bellator í vasa bardagakappanna. „Það er af því að það var aldrei neinn hagnaður. Ef ég ætti að bera þetta saman við hvernig þetta var í gamla daga að þá var ég að greiða bardagaköppunum 250 prósent af hagnaðinum. Þvílíkur djöfulsins aumingi sem þessi maður er.“ White lauk þessari umræða svo með því að segja að eina ástæðan fyrir því að Rebney væri þarna væri af því að hann væri atvinnulaus. MMA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, talaði loksins í gær um hin nýju samtök bardagamanna í MMA. White veit lítið um samtökin en er ekki mjög hrifinn af einum af forsvarsmönnum samtakanna. Sá heitir Bjorn Rebney, sem Dana kallar alltaf Björk, og er fyrrum stjórnarformaður Bellator sem eru næststærstu bardagasamtökin á eftir UFC. „Ég veit í raun ekki nóg um þessi samtök til að tala um þau. Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA, Bjork, er með í þessu,“ sagði White og andúðin leyndi sér ekki. Fyrir þessum nýju samtökum fara Georges St-Pierre, Cain Velaquez, Tim Kennedy, TJ Dillashaw og Donald Cerrone. Rebney er síðan sagður vera ráðgjafi. Eitt af aðalhlutverkum samtakanna er að berjast fyrir því að meira af hagnaði UFC renni í vasa bardagakappanna.Bjorn Rebney.vísir/getty„Bardagakappar vita að það eru allir að reyna að komast í vasann þeirra. Ég get fullvissað þá alla um að þeir vilja ekki að Bjork sé með hendina í vasanum þeirra.“ Það hefur verið illt á milli White og Rebney í fjöldamörg ár og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni. „Ég veit líka að þessi skíthæll, sem veit ekkert um okkar rekstur, er að segja að við setjum aðeins átta prósent af hagnaðinum í vasa bardagakappanna. Ég vona að hann sé að tala um Conor McGregor. Er það ekki Bjork? Þú drulluheimski aumingi,“ sagði White reiður en Rebney sagðist alltaf hafa sett helming af ágóða Bellator í vasa bardagakappanna. „Það er af því að það var aldrei neinn hagnaður. Ef ég ætti að bera þetta saman við hvernig þetta var í gamla daga að þá var ég að greiða bardagaköppunum 250 prósent af hagnaðinum. Þvílíkur djöfulsins aumingi sem þessi maður er.“ White lauk þessari umræða svo með því að segja að eina ástæðan fyrir því að Rebney væri þarna væri af því að hann væri atvinnulaus.
MMA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira