Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA er með í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 12:30 Dana White. vísir/getty Dana White, forseti UFC, talaði loksins í gær um hin nýju samtök bardagamanna í MMA. White veit lítið um samtökin en er ekki mjög hrifinn af einum af forsvarsmönnum samtakanna. Sá heitir Bjorn Rebney, sem Dana kallar alltaf Björk, og er fyrrum stjórnarformaður Bellator sem eru næststærstu bardagasamtökin á eftir UFC. „Ég veit í raun ekki nóg um þessi samtök til að tala um þau. Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA, Bjork, er með í þessu,“ sagði White og andúðin leyndi sér ekki. Fyrir þessum nýju samtökum fara Georges St-Pierre, Cain Velaquez, Tim Kennedy, TJ Dillashaw og Donald Cerrone. Rebney er síðan sagður vera ráðgjafi. Eitt af aðalhlutverkum samtakanna er að berjast fyrir því að meira af hagnaði UFC renni í vasa bardagakappanna.Bjorn Rebney.vísir/getty„Bardagakappar vita að það eru allir að reyna að komast í vasann þeirra. Ég get fullvissað þá alla um að þeir vilja ekki að Bjork sé með hendina í vasanum þeirra.“ Það hefur verið illt á milli White og Rebney í fjöldamörg ár og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni. „Ég veit líka að þessi skíthæll, sem veit ekkert um okkar rekstur, er að segja að við setjum aðeins átta prósent af hagnaðinum í vasa bardagakappanna. Ég vona að hann sé að tala um Conor McGregor. Er það ekki Bjork? Þú drulluheimski aumingi,“ sagði White reiður en Rebney sagðist alltaf hafa sett helming af ágóða Bellator í vasa bardagakappanna. „Það er af því að það var aldrei neinn hagnaður. Ef ég ætti að bera þetta saman við hvernig þetta var í gamla daga að þá var ég að greiða bardagaköppunum 250 prósent af hagnaðinum. Þvílíkur djöfulsins aumingi sem þessi maður er.“ White lauk þessari umræða svo með því að segja að eina ástæðan fyrir því að Rebney væri þarna væri af því að hann væri atvinnulaus. MMA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
Dana White, forseti UFC, talaði loksins í gær um hin nýju samtök bardagamanna í MMA. White veit lítið um samtökin en er ekki mjög hrifinn af einum af forsvarsmönnum samtakanna. Sá heitir Bjorn Rebney, sem Dana kallar alltaf Björk, og er fyrrum stjórnarformaður Bellator sem eru næststærstu bardagasamtökin á eftir UFC. „Ég veit í raun ekki nóg um þessi samtök til að tala um þau. Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA, Bjork, er með í þessu,“ sagði White og andúðin leyndi sér ekki. Fyrir þessum nýju samtökum fara Georges St-Pierre, Cain Velaquez, Tim Kennedy, TJ Dillashaw og Donald Cerrone. Rebney er síðan sagður vera ráðgjafi. Eitt af aðalhlutverkum samtakanna er að berjast fyrir því að meira af hagnaði UFC renni í vasa bardagakappanna.Bjorn Rebney.vísir/getty„Bardagakappar vita að það eru allir að reyna að komast í vasann þeirra. Ég get fullvissað þá alla um að þeir vilja ekki að Bjork sé með hendina í vasanum þeirra.“ Það hefur verið illt á milli White og Rebney í fjöldamörg ár og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni. „Ég veit líka að þessi skíthæll, sem veit ekkert um okkar rekstur, er að segja að við setjum aðeins átta prósent af hagnaðinum í vasa bardagakappanna. Ég vona að hann sé að tala um Conor McGregor. Er það ekki Bjork? Þú drulluheimski aumingi,“ sagði White reiður en Rebney sagðist alltaf hafa sett helming af ágóða Bellator í vasa bardagakappanna. „Það er af því að það var aldrei neinn hagnaður. Ef ég ætti að bera þetta saman við hvernig þetta var í gamla daga að þá var ég að greiða bardagaköppunum 250 prósent af hagnaðinum. Þvílíkur djöfulsins aumingi sem þessi maður er.“ White lauk þessari umræða svo með því að segja að eina ástæðan fyrir því að Rebney væri þarna væri af því að hann væri atvinnulaus.
MMA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira