Innlent

Starfsmaður Veitna á gjörgæsludeild eftir alvarlegt vinnuslys

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn er starfsmaður hjá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitur Reykjavíkur.
Maðurinn er starfsmaður hjá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitur Reykjavíkur. Vísir/Róbert
Starfsmaður hjá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lenti í alvarlegu vinnuslysi í dag og liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Í tilkynningu frá Orkuveitunnar kemur að maðurinn hafi verið að vinna við tengingu heimtaugar í Úlfarsárdal. Hún átti að vera spennulaus en maðurinn virðist engu að síður hafa fengið straum og fór í hjartastopp.

Sjúkrabíll var kallaður til og lögreglu, Vinnueftirliti og Mannvirkjastofnun var gert viðvart. Maðurinn gekkst undir hjartaþræðingu á sjúkrahúsi og er á gjörgæsludeild, eins og áður segir. Vinnueftirlitið fer með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Vinnuslys í Úlfarsárdal

Lögregla var með mikinn viðbúnað þegar sjúkrabíl var fylgt á Landspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×