Innlent

Vinnuslys í Úlfarsárdal

Atli ísleifsson skrifar
Lögregla var með mikinn viðbúnað.
Lögregla var með mikinn viðbúnað. Vísir/Pjetur
Vinnuslys varð á byggingasvæði í Úlfarsárdal á öðrum tímanum í dag.

Lögregla var með mikinn viðbúnað þegar sjúkrabíl var fylgt niður Ártúnsbrekkuna og Grensásveg, áleiðis á Landspítalann í Fossvogi.

Að sögn lögreglu er ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Uppfært 14:44:

Mbl greinir frá því að maður hafi fengið í sig raf­straum þegar verið var að vinna við að tengja hús við aðaltaug. Maðurinn er talinn alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×