Berfættur í brunagaddi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Kristófer Kvaran við heimili sitt á Leifsgötunni á leið til vinnu, berfættur þrátt fyrir kuldann því honum finnst skilyrðin góð. vísir/Vilhelm „Ég er eiginlega alveg hættur að fara í skó,“ segir Kristófer Kvaran, tónlistarmaður og starfsmaður á leikskóla. Kristófer vekur athygli samferðamanna sinna þar sem hann gengur um borgina berfættur í frostinu. „Skilyrðin eru góð ef ég er að ganga rösklega frá einum stað til annars. En ef ég er á rólegu rölti og það er mikið af krapi og salti á götum þá bregð ég mér í þæfða ullarsokka. Þeir eru bestir og slitna síður. Ég er með þá í vasanum ef ég þarf á þeim að halda.“ Kristófer er tónlistarmaður og starfar í leikskóla við umönnun barna. „Ef ég er að spila í brúðkaupi þá fer ég í sokka og spariskó til að verða nú ekki miðdepillinn í athöfninni. En ég er svo fljótur að rífa mig úr þeim þegar starfinu er lokið. Eins í leikskólanum, þegar ég er að gæta barnanna úti, stundum þarf ég að fara í stígvél þótt oftast dugi ullarsokkarnir. Svo fór ég líka í skó um daginn þegar ég gekk á Esjuna á gamlárskvöld. Annars hef ég farið á Esjuna berfættur.“ Hann fór að sleppa skóm fyrir nokkrum árum þegar hann gerði tilraunir með að hlaupa berfættur. „Það var í ágústmánuði fyrir nokkrum árum að ég byrjaði að hlaupa berfættur. Ég sleppti skóm þennan mánuð til að safna siggi. Svo vatt það upp á sig. Til þess að byrja með var ég að fara í skó hörðustu vetrarmánuðina. En ég er stöðugt að ögra mér og finna mörkin.“ Kristófer verður stundum fyrir aðkasti vegna þess að hann er berfættur. „ Flestum finnst þetta bara skemmtilegt en sumir horfa á mig af hneykslan. Mér finnst leiðinlegt ef fólk er að flissa og taka myndir af mér í laumi. Ég er nefnilega alveg til í að sitja fyrir á mynd.“ Honum finnst gott að finna tengingu við jörðina. „Maður verður háður því að vera sjálfur neðsti punkturinn. Um leið og ég er kominn í skó þá missi ég tenginguna.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Ég er eiginlega alveg hættur að fara í skó,“ segir Kristófer Kvaran, tónlistarmaður og starfsmaður á leikskóla. Kristófer vekur athygli samferðamanna sinna þar sem hann gengur um borgina berfættur í frostinu. „Skilyrðin eru góð ef ég er að ganga rösklega frá einum stað til annars. En ef ég er á rólegu rölti og það er mikið af krapi og salti á götum þá bregð ég mér í þæfða ullarsokka. Þeir eru bestir og slitna síður. Ég er með þá í vasanum ef ég þarf á þeim að halda.“ Kristófer er tónlistarmaður og starfar í leikskóla við umönnun barna. „Ef ég er að spila í brúðkaupi þá fer ég í sokka og spariskó til að verða nú ekki miðdepillinn í athöfninni. En ég er svo fljótur að rífa mig úr þeim þegar starfinu er lokið. Eins í leikskólanum, þegar ég er að gæta barnanna úti, stundum þarf ég að fara í stígvél þótt oftast dugi ullarsokkarnir. Svo fór ég líka í skó um daginn þegar ég gekk á Esjuna á gamlárskvöld. Annars hef ég farið á Esjuna berfættur.“ Hann fór að sleppa skóm fyrir nokkrum árum þegar hann gerði tilraunir með að hlaupa berfættur. „Það var í ágústmánuði fyrir nokkrum árum að ég byrjaði að hlaupa berfættur. Ég sleppti skóm þennan mánuð til að safna siggi. Svo vatt það upp á sig. Til þess að byrja með var ég að fara í skó hörðustu vetrarmánuðina. En ég er stöðugt að ögra mér og finna mörkin.“ Kristófer verður stundum fyrir aðkasti vegna þess að hann er berfættur. „ Flestum finnst þetta bara skemmtilegt en sumir horfa á mig af hneykslan. Mér finnst leiðinlegt ef fólk er að flissa og taka myndir af mér í laumi. Ég er nefnilega alveg til í að sitja fyrir á mynd.“ Honum finnst gott að finna tengingu við jörðina. „Maður verður háður því að vera sjálfur neðsti punkturinn. Um leið og ég er kominn í skó þá missi ég tenginguna.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira