Dagsektarmálum fjölgað um 63 prósent Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Eyrún segir fleiri beiðnir um dagssektir merki um meiri hörku í deilum foreldra. Það bitni vissulega á börnunum. NordicPhotos/Getty Dagsektum er beitt þegar foreldrið sem barnið býr hjá hamlar hinu foreldrinu umgengni. Það foreldri sækir þá um að beitt verði dagsektum til að knýja fram umgengni. Árið 2010 voru nítján dagsektarmál á borði Sýslumannsins í Reykjavík en þau voru 31 fjórum árum síðar. Árið 2015 voru fimmtíu mál á borði sýslumannsins en sú tala á við um allt höfuðborgarsvæðið enda voru embættin sameinuð það ár. Mál vegna dagsekta sem eru til meðferðar í dag eru 27 talsins. Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir alltaf reynt að ná sáttum með öðrum leiðum áður en dagsektum er beitt. „Þegar lögð er inn beiðni um dagsektir þá er aðilum boðin sáttarmeðferð þar sem farið er yfir ágreininginn og reynt að finna leiðir til að koma málinu í betra horf.“ Ef sáttarmeðferð gengur ekki eru reynd ýmis önnur úrræði, til að mynda að sérfræðingur sé viðstaddur umgengni og hitti foreldra og barn. Ef enn gengur ekki að ná samkomulagi er kveðinn upp úrskurður um málið, hvort beitt verði dagsektum eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 kom nýverið fram að feður séu þolendur í um 85 prósentum svokallaðra tálmunarmála, eða þegar foreldri hindrar umgengni, og því yfirleitt karlmenn sem leggja inn beiðni um dagsektir. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í viðtali að stundum væri um tilfinningalegt ofbeldi að ræða gagnvart börnunum sem þau gætu borið mikinn skaða af. Eyrún tekur undir að harkan hafi aukist í deilum foreldrum vegna barna. Fleiri beiðnir um dagsektir séu merki um það en þótt beiðnunum fjölgi eru úrskurðirnir sem kvaddir eru upp af sýslumanni ekki mjög margir. „Stundum er verið að biðja um að beita dagsektum af óverulegu tilefni og málinu lýkur fljótt eða það lognast út af. Í öðrum tilfellum næst samkomulag. Það eru mjög mismunandi atvik að baki og mjög mismunandi alvarleg. Enda er hlutverk dagsekta að knýja á um umgengni en ekki bókstaflega að sekta fólk.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Dagsektum er beitt þegar foreldrið sem barnið býr hjá hamlar hinu foreldrinu umgengni. Það foreldri sækir þá um að beitt verði dagsektum til að knýja fram umgengni. Árið 2010 voru nítján dagsektarmál á borði Sýslumannsins í Reykjavík en þau voru 31 fjórum árum síðar. Árið 2015 voru fimmtíu mál á borði sýslumannsins en sú tala á við um allt höfuðborgarsvæðið enda voru embættin sameinuð það ár. Mál vegna dagsekta sem eru til meðferðar í dag eru 27 talsins. Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir alltaf reynt að ná sáttum með öðrum leiðum áður en dagsektum er beitt. „Þegar lögð er inn beiðni um dagsektir þá er aðilum boðin sáttarmeðferð þar sem farið er yfir ágreininginn og reynt að finna leiðir til að koma málinu í betra horf.“ Ef sáttarmeðferð gengur ekki eru reynd ýmis önnur úrræði, til að mynda að sérfræðingur sé viðstaddur umgengni og hitti foreldra og barn. Ef enn gengur ekki að ná samkomulagi er kveðinn upp úrskurður um málið, hvort beitt verði dagsektum eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 kom nýverið fram að feður séu þolendur í um 85 prósentum svokallaðra tálmunarmála, eða þegar foreldri hindrar umgengni, og því yfirleitt karlmenn sem leggja inn beiðni um dagsektir. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í viðtali að stundum væri um tilfinningalegt ofbeldi að ræða gagnvart börnunum sem þau gætu borið mikinn skaða af. Eyrún tekur undir að harkan hafi aukist í deilum foreldrum vegna barna. Fleiri beiðnir um dagsektir séu merki um það en þótt beiðnunum fjölgi eru úrskurðirnir sem kvaddir eru upp af sýslumanni ekki mjög margir. „Stundum er verið að biðja um að beita dagsektum af óverulegu tilefni og málinu lýkur fljótt eða það lognast út af. Í öðrum tilfellum næst samkomulag. Það eru mjög mismunandi atvik að baki og mjög mismunandi alvarleg. Enda er hlutverk dagsekta að knýja á um umgengni en ekki bókstaflega að sekta fólk.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira