Enski boltinn

Bilic: Sé okkur fara áfram á móti United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dmitri Payet skoraði fyrir West Ham.
Dmitri Payet skoraði fyrir West Ham. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, hefur fulla trú á að sínir menn leggi Manchester United að velli þegar liðin mætast aftur í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Liðin skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í gær og þurfa því að mætast aftur. Athony Martial jafnaði metin fyrir heimamenn eftir að Dmitri Payet kom West Ham yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

„Þetta verður erfiður leikur en ég sé okkur alveg fara áfram því við verðum með enn meira sjálfstraust,“ segir Bilic, en West Ham er nú þegar búið að skella Liverpool í bikarnum.

„Manchester United er allt annað lið þegar það spilar á útivelli og hefur ekki jafn mikið sjálfstraust þegar það er ekki heima,“ segir Bilic.

Ekki verður hægt að skipuleggja nýjan leikdag fyrir seinni viðureignina fyrr en kemur í ljós hvort United komist áfram í Evrópudeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×