Niðurrif 109 ára húss heimilað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 "Við viljum að það sama gildi fyrir alla í hverfinu,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson, einn nágrannanna sem mótmæltu breyttu deiliskipulagi fyrir Hellubraut 5 og 7. vísir/eyþór Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira