Tálbeitur áttu að upplýsa um fjárdrátt vaktstjóra sem fær milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2016 16:01 Maðurinn starfaði á Hótel Marina og var sakaður um að hafa dregið sér um tvær milljónir í peningum. Vísir/Getty Fyrrverandi vaktstjóri á Hótel Marina við Mýrargötu fær tvær milljónir í miskabætur eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdu honum í hag í gær í máli hans gegn eigenda hótelsins. Honum var sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum eftir að grunur lék á að hann hefði dregið sér fé. Tálbeitur voru notaðar til þess að reyna að standa vakstjórann að verki.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2013. Þar kom fram að lögregla væri að rannsaka meintan fjárdrátt mannsins sem grunaður var um að draga sér fé eftir að yfirmenn hótelsins höfðu tekið eftir mikilli rýrnun á þeim vöktum sem hann hafði forráð yfir og uppgjör í sölukerfinu stóðust ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að yfirmenn á hótelinu hafi ákveðið að fá tálbeitur til þess að sjá hvort að vaktstjórinn væri í raun og veru að draga sér fé. Í því skyni fengu tálbeiturnar samtals 80 þúsund krónur í fimm þúsund króna seðlum til þess að versla hjá vakstjóranum. Höfðu yfirmenn skráð hjá sér raðnúmer seðlana svo kanna mætti hvort að seðlarnir skiluðu sér á réttan stað. Fylgst var með aðgerðunum í gegnum öryggismyndavélar auk þess sem að fylgst var með færslum í sjóðsvélum. Viðstaddir voru hótelstjóri hótelsins og öryggisfulltrúi Flugleiðahótela, eiganda hótelsins. Við eftirlitið töldu þeir sig sjá vaktstjórann taka við umræddum peningaseðlum auk þess sem að viðkomandi reikningar væru stimplaðir út úr sölukerfinu. Eftir lokun þann 10. ágúst var vaktstjórinn kallaður á fund á kaffistofu starfsmanna þar sem hótelstjórinn sakaði hann um að hafa tekið fjármuni í eigu hótelsins. Hafnaði vaktstjórinn því alfarið. Var lögregla kölluð á staðinn en við athugun á uppgjörum fundust peningaseðlarnir ekki. Tekin var skýrsla af vakstjóranum og leitað á honum og í fataskáp hans sem og í bifreið. Peningaseðlarnir fundust ekki þar. Var vaktstjórinn rekinn vegna brota á trúnaðar- og starfsskyldum sínum og gruns um refsiverða háttsemi en í lögregluskýrslu kemur fram að hann hafi verið grunaður um að draga sér tvær milljónir í peningum. Var hann kærður til lögreglu en tveimur árum síðar var málið fellt niður af Lögreglustjóra af þeim ástæðum að ekki væri hægt að sjá af myndbandsupptökum að vaktstjórinn hefði slegið eign sinni á fjármuni staðarins og ennfremur að ekki sé með nokkru móti hægt að fullyrða að enginn annar starfsmaður á staðnum hafi ekki getað slegið eign sinni á fjármunina. Vaktstjórinn krafði hótelið um miskabætur vegna málsins. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu í gær að hótelinu bæri að greiða honum tvær milljónir vegna tilhæfulausrar brottvikningar úr starfi. Í dóminum kemur fram að þær sakir þær sakir sem forsvarsmenn hótelsins hafi borið á hann hafi falið í sér ólögmæta og stórfellda meingerð gegn persónu hans og æru og valdið honum miska. Þó hafnaði héraðsdómur þeirri kröfu mannsins að Hótel Marína bæri að greiað honum miskabætur vegna umfjöllun fjölmiðla um málið. Flugleiðahótel þarf að greiða manninum tvær milljónir í miskabætur, auk rúmlega milljón króna í laun sem hann ætti rétt á vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Þá þurfa flugleiðahótel að greiða tvær milljónir í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Tengdar fréttir Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fyrrverandi vaktstjóri á Hótel Marina við Mýrargötu fær tvær milljónir í miskabætur eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdu honum í hag í gær í máli hans gegn eigenda hótelsins. Honum var sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum eftir að grunur lék á að hann hefði dregið sér fé. Tálbeitur voru notaðar til þess að reyna að standa vakstjórann að verki.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2013. Þar kom fram að lögregla væri að rannsaka meintan fjárdrátt mannsins sem grunaður var um að draga sér fé eftir að yfirmenn hótelsins höfðu tekið eftir mikilli rýrnun á þeim vöktum sem hann hafði forráð yfir og uppgjör í sölukerfinu stóðust ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að yfirmenn á hótelinu hafi ákveðið að fá tálbeitur til þess að sjá hvort að vaktstjórinn væri í raun og veru að draga sér fé. Í því skyni fengu tálbeiturnar samtals 80 þúsund krónur í fimm þúsund króna seðlum til þess að versla hjá vakstjóranum. Höfðu yfirmenn skráð hjá sér raðnúmer seðlana svo kanna mætti hvort að seðlarnir skiluðu sér á réttan stað. Fylgst var með aðgerðunum í gegnum öryggismyndavélar auk þess sem að fylgst var með færslum í sjóðsvélum. Viðstaddir voru hótelstjóri hótelsins og öryggisfulltrúi Flugleiðahótela, eiganda hótelsins. Við eftirlitið töldu þeir sig sjá vaktstjórann taka við umræddum peningaseðlum auk þess sem að viðkomandi reikningar væru stimplaðir út úr sölukerfinu. Eftir lokun þann 10. ágúst var vaktstjórinn kallaður á fund á kaffistofu starfsmanna þar sem hótelstjórinn sakaði hann um að hafa tekið fjármuni í eigu hótelsins. Hafnaði vaktstjórinn því alfarið. Var lögregla kölluð á staðinn en við athugun á uppgjörum fundust peningaseðlarnir ekki. Tekin var skýrsla af vakstjóranum og leitað á honum og í fataskáp hans sem og í bifreið. Peningaseðlarnir fundust ekki þar. Var vaktstjórinn rekinn vegna brota á trúnaðar- og starfsskyldum sínum og gruns um refsiverða háttsemi en í lögregluskýrslu kemur fram að hann hafi verið grunaður um að draga sér tvær milljónir í peningum. Var hann kærður til lögreglu en tveimur árum síðar var málið fellt niður af Lögreglustjóra af þeim ástæðum að ekki væri hægt að sjá af myndbandsupptökum að vaktstjórinn hefði slegið eign sinni á fjármuni staðarins og ennfremur að ekki sé með nokkru móti hægt að fullyrða að enginn annar starfsmaður á staðnum hafi ekki getað slegið eign sinni á fjármunina. Vaktstjórinn krafði hótelið um miskabætur vegna málsins. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu í gær að hótelinu bæri að greiða honum tvær milljónir vegna tilhæfulausrar brottvikningar úr starfi. Í dóminum kemur fram að þær sakir þær sakir sem forsvarsmenn hótelsins hafi borið á hann hafi falið í sér ólögmæta og stórfellda meingerð gegn persónu hans og æru og valdið honum miska. Þó hafnaði héraðsdómur þeirri kröfu mannsins að Hótel Marína bæri að greiað honum miskabætur vegna umfjöllun fjölmiðla um málið. Flugleiðahótel þarf að greiða manninum tvær milljónir í miskabætur, auk rúmlega milljón króna í laun sem hann ætti rétt á vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Þá þurfa flugleiðahótel að greiða tvær milljónir í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Tengdar fréttir Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30