Í lokaþættinum verður hulunni loks svipt af því hver varð Geirmundi og Hrafni að bana en fátt hefur verið meira fabúlerað á kaffistofum landsins að undanförnu en hver það kann að vera.
Það er því ekki við öðru að búast en að allt muni um koll keyra á samfélagsmiðlunum í kvöld þegar afhjúpunin á sér stað. Margir netverjar hafa nú þegar tekið forskot á sæluna og byrjað að tjá sig um lokaþættina og ljóst að spennan er mikil. Hér að neðan geturðu fylgst með umræðunni á Twitter og séð nokkur vel valin tíst um aðdraganda sýningarinnar.
Þeir sem hafa ekki nú þegar séð lokaþættina og vilja ekki spilla afhjúpuninni ættu að hætta lestri hér enda gæti nafni morðingjans brugðið fyrir í einhverjum tístanna - þrátt fyrir aðvaranir Sigurjóns Kjartanssonar í dag.
Sjá einnig: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann
Mín heitasta ósk er að atburðarrásin í Ófærð verði svo svakaleg að hún setji kasólétta vinkonu mína af stað #ófærð #ófærðarbarnið
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) February 21, 2016
Landsmenn að fara á límingunum yfir #ófærð, björgunarsveitin kölluð út! pic.twitter.com/cmy2hVOq3P
— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) February 21, 2016
Ég er svo mikill feministi að ég vona að morðinginn sé kona svo fyllsta jafnréttis sé gætt því líkið var karlmaður #ófærð
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) February 21, 2016
Fyrir þá sem ekki vita verður lokaþátturinn af Ófærð tvöfaldur. Fyrst fer í loftið rangur þáttur og leiðrétt útgáfa strax í kjölfarið #ófærð
— Kristín Sigurðar (@kristinsigur) February 21, 2016
er í útlandi fram á þri og til að forðast spoilera mun ég nú uninstalla Twitter og taka batteríið úr símanum og éta það #ófærð
— siggimus (@siggimus) February 21, 2016
Litla systir getur ekki beðið lengur. Hún bíður mig um að redda þessu og ætlar að hringja í dagskrárstjóra RÚV. #ófærð
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) February 21, 2016