Fær hugmyndir að glæpasögum í baði Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2016 13:00 Magnús er búsettur í Svíþjóð og þarf að taka lestina til og frá vinnu, en það gefur honum auka vinnutíma. Mynd/Aðsend „Ég byrjaði að fikta við þetta árið 2014, í janúar – þá var frekar lítið að gera hjá mér í vinnunni og ég var búinn að lesa allar jólabækurnar. Þá byrjaði þetta æfingatímabil eins og ég kalla það, maður þarf að skrifa og skrifa til að komast í gírinn. Ég var farinn að fá alls konar hugmyndir í lestinni á leiðinni í vinnuna og það var fyrir svona ári sem ég lét vaða og byrjaði að skrifa þessa bók,“ segir Magnús Þór Helgason tölvunarfræðingur sem sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu, spennusögu sem ber titilinn Bráð. „Bókin fjallar um Svein sem er sænsk-íslenskur jarðfræðingur og stundar jarðfræðirannsóknir á Skarðsheiði. Þessi huggulega sveitadvöl hans breytist fljótlega í atburðarás sem ætlar engan enda að taka. Hann er fljótlega grunaður um morð sem er framið og þar sem lögreglan sinnir starfi sínu ekki sem skyldi verður Sveinn að afla sönnunargagna sjálfur. Við fáum að fylgjast með Sveini í gegnum þessa ferð hans. Í sögunni fléttast saman þessar skemmtilegu andstæður þar sem þú ert með þessa fallegu sveitarómantík þar sem allir eru góðir og hjálpsamir en síðan verður þessi hræðilegi atburður – mér fannst mjög gaman að stilla upp þessum andstæðum,“ segir Magnús sem þurfti að endurhugsa nýtingu sína á öllum dauðum tíma til að takast að klára bókina. „Ég er fjölskyldumaður, á þrjú börn og hef ekki mikinn tíma. Ég hef notað tímann í lestinni mikið í þetta. Þetta er klukkutími í hvora átt, en ég reyni yfirleitt að nota tímann til að vinna, en þegar ég hef lausan tíma þá gríp ég í skrifin. Þetta getur verið allt að klukkutími á dag bara í lestinni. Síðan er það líka að á kvöldin þegar börnin eru sofnuð hef ég minnkað símanotkun mína, maður var farinn að hanga svolítið í símanum. Ég skipti öllum svona dauðum tíma út fyrir skrifin og get þannig sinnt þessu meira en ég bjóst við að geta. Svo hef ég lagst í bað þegar það er laus stund – þann tíma nota ég til að hugsa út plott og karaktera. Þar fæ ég flestar hugmyndirnar. Það hefur meira að segja gengið svo langt heima hjá mér að við höfum stundum kallað þetta skáldbað. Ég gleymi oft að taka með mér pappír og penna og þarf að rjúka upp úr baðinu til að koma hugmyndunum á blað. Sumir hafa reyndar grínast með að kalla þetta hryllingsbað,“ segir Magnús sem nýtir greinilega tímann sinn í baði til að hugsa upp morð og annað það sem skrifað er um í spennusögum. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég byrjaði að fikta við þetta árið 2014, í janúar – þá var frekar lítið að gera hjá mér í vinnunni og ég var búinn að lesa allar jólabækurnar. Þá byrjaði þetta æfingatímabil eins og ég kalla það, maður þarf að skrifa og skrifa til að komast í gírinn. Ég var farinn að fá alls konar hugmyndir í lestinni á leiðinni í vinnuna og það var fyrir svona ári sem ég lét vaða og byrjaði að skrifa þessa bók,“ segir Magnús Þór Helgason tölvunarfræðingur sem sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu, spennusögu sem ber titilinn Bráð. „Bókin fjallar um Svein sem er sænsk-íslenskur jarðfræðingur og stundar jarðfræðirannsóknir á Skarðsheiði. Þessi huggulega sveitadvöl hans breytist fljótlega í atburðarás sem ætlar engan enda að taka. Hann er fljótlega grunaður um morð sem er framið og þar sem lögreglan sinnir starfi sínu ekki sem skyldi verður Sveinn að afla sönnunargagna sjálfur. Við fáum að fylgjast með Sveini í gegnum þessa ferð hans. Í sögunni fléttast saman þessar skemmtilegu andstæður þar sem þú ert með þessa fallegu sveitarómantík þar sem allir eru góðir og hjálpsamir en síðan verður þessi hræðilegi atburður – mér fannst mjög gaman að stilla upp þessum andstæðum,“ segir Magnús sem þurfti að endurhugsa nýtingu sína á öllum dauðum tíma til að takast að klára bókina. „Ég er fjölskyldumaður, á þrjú börn og hef ekki mikinn tíma. Ég hef notað tímann í lestinni mikið í þetta. Þetta er klukkutími í hvora átt, en ég reyni yfirleitt að nota tímann til að vinna, en þegar ég hef lausan tíma þá gríp ég í skrifin. Þetta getur verið allt að klukkutími á dag bara í lestinni. Síðan er það líka að á kvöldin þegar börnin eru sofnuð hef ég minnkað símanotkun mína, maður var farinn að hanga svolítið í símanum. Ég skipti öllum svona dauðum tíma út fyrir skrifin og get þannig sinnt þessu meira en ég bjóst við að geta. Svo hef ég lagst í bað þegar það er laus stund – þann tíma nota ég til að hugsa út plott og karaktera. Þar fæ ég flestar hugmyndirnar. Það hefur meira að segja gengið svo langt heima hjá mér að við höfum stundum kallað þetta skáldbað. Ég gleymi oft að taka með mér pappír og penna og þarf að rjúka upp úr baðinu til að koma hugmyndunum á blað. Sumir hafa reyndar grínast með að kalla þetta hryllingsbað,“ segir Magnús sem nýtir greinilega tímann sinn í baði til að hugsa upp morð og annað það sem skrifað er um í spennusögum.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning