Deilur Bændahallarinnar og Mecca Spa fara ekki fyrir dóm Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. maí 2016 16:45 Hótel Saga gengur einnig undir nafninu Radisson Blu Saga Hotel. Vísir/Vilhelm Breytingar hafa orðið hjá Hótel Sögu, eða Radisson Blu Saga Hotel, en nú um mánaðarmótin hvarf Mecca Spa á braut úr kjallara hótelsins. Mecca Spa hefur verið með heilsulind í kjallara hótelsins við Hagatorg í fimmtán ár en heilsuþjónustufyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2001. Í kjallaranum var boðið upp á alhliða þjónustu á sviði snyrti-, nudd- og spameðferða. Þá er líkamsrækt á staðnum auk gufubaðs og nuddpotts.Hótel Saga, stundum kölluð Bændahöllin, stendur við Hagatorg og þykir mikil prýði fyrir Vesturbæinn.Vísir/HariBændahöllin, sem er dótturfélag Bændasamtaka Íslands, á fasteignina við Hagatorg. Deilur komu upp á milli eiganda Mecca Spa og Bændahallarinnar hvað varðar formsatriði í leigusamningi nú í upphafi árs og átti að taka málið til aðalmeðferðar 12. maí næstkomandi. Hinsvegar náðist sátt á milli deiluaðila áður en til kastanna kom. Samkvæmt upplýsingum frá Elíasi Blöndal Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Bændahallarinnar, var leigusamningur aðila runninn út. Formsatriði í leigusamningi til umræðu „Við ákváðum að fara í að gera breytingar innanhúss hjá okkur, erum að fara í mikið viðhald bæði á herbergjum og sameiginlegum rýmum þannig að þetta var bara hluti af þeim framkvæmdum,“ útskýrir Elías Blöndal varðandi þá ákvörðun Bændahallarinnar að endurnýja ekki leigusamning við Mecca Spa. Elías segir ekkert ósætti vera á milli Mecca Spa og Bændahallarinnar í dag. „Það var fyrst og fremst um formsatriði að ræða sem við leystum í fullri sátt og samlyndi við eigendur Mecca Spa.“Sigrún Benediktsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Mecca Spa.Vísir/VilhelmSigrún Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Mecca Spa, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað nú fyrir skemmstu. Hún sagði þó í samtali við blaðamann Vísis að ekki stæði til að opna Mecca Spa á ný á nýjum stað. Viðskiptavinir Mecca Spa fengu þær upplýsingar í lok febrúar að stytta þyrfti gildistíma gjafakorta til 30. mars. Beðist var velvirðingar á breytingunni og sögðu forsvarsmenn heilsulindarinnar að breytingin hefði verið ófyrirséð. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, segir að áfram verði leikfimisalur í kjallara hótelsins og að lagt sé upp úr því að halda áfram úti heitum potti.Mecca Spa hefur verið í kjallaranum á Hótel Sögu í fimmtán ár. Vísir/Vilhelm„Við ætlum að fara í endurnýjun þarna niðri og setjum fókusinn fyrst og fremst á leikfimisalinn,“ útskýrir Ingibjörg og á með því við að hann verði opnaður sem fyrst á ný. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa góða aðstöðu í húsinu.“ Sú hugmynd komið upp að loka Grillinu og opna svítu Vísi barst sú ábending nýlega að til stæði að loka Grillinu, sem hefur verið á efstu hæð Hótel Sögu í hálfa öld, og breyta veitingastaðnum í svítu. Ingibjörg segir enga slíka ákvörðun hafa verið tekna en segir allskonar hluti rædda og hugmyndum hent upp þegar framtíðarskipulag hótelsins er skoðað.Frábært útsýni er af áttundu hæð Bændahallarinnar, meira að segja kokkarnir hafa fengið að njóta þess.Vísir/ÞÖK„En þetta eru bara hugmyndir sem eru ekki einu sinni komnar á teikniborðið,“ segir Ingibjörg. „Nei, nei, nei, það hefur engin ákvörðun verið tekin. Það er enn hægt að borða fínt og hafa það huggulegt.“ En væri ekkert erfitt að loka Grillinu? „Ég er viss um að það gæti orðið erfitt fyrir marga. Þetta hefur verið stór hluti af starfsemi hótelsins og var fyrsti veitingastaðurinn hér innanhúss. Eini veitingastaðurinn í langan, langan tíma. Ég er alveg viss um að það yrðu blendnar tilfinningar hjá mörgum,“ segir hún. Grillið er á áttundu hæð hótelsins og frægt er hversu fallegt útsýni er af veitingastaðnum yfir alla Reykjavíkurborg. Farið var í endurbætur á veitingastaðnum árið 2013 og kapp lagt á að leita upprunans í hönnun og halda upprunalegu útliti staðarins. Hótel Saga hefur staðið við Hagatorg í áraraðir. Hér má sjá liðsmenn Austur-Þýskalands undirbúa sig undir landsleik við Ísland á Melavellinum árið 1961.Vísir/Ingimundur„Það er allt skoðað vel. Þegar maður er í hugmyndavinnu og er að skoða framtíðina þá er alls konar hugmyndum hent upp. Sumar alveg frábærar og aðrar aðeins minna frábærar. Bara eins og gengur.“ Hótel Saga státar í dag af Forsetasvítunni sem er dýrasta svítan sem í boði er hjá Hótel Sögu. Verð á svítunni fer eftir eftirspurn og árstíðum og getur verðið rokkað allt frá 70 þúsund krónur nóttin upp í 150 þúsund. Ingibjörg segir aðspurð um hvort ekki sé sóknarfæri í auknum straumi efnaðra ferðamanna til Íslands á undanförnum árum að skoða verði allar hliðar málsins. Sú svíta er staðsett á sjöundu hæð. En væri ekki spennandi að hafa lúxus-svítu þar sem Grillið er núna? „Jú alveg örugglega. Það er ýmislegt sem þarf að velta fyrir sér. Það verður rosaleg aukning á hótelum núna á næstu misserum. Það er alltaf spurning hvort að aukningin helst í þessari eftirspurn á hótelrými. Við stígum mjög varlega til jarðar, við viljum gjarnan taka ákvarðanir hverjar sem þær eru sem koma til með að skila einhverju fyrir hótelið.“ Eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins átti sér stað á Grillinu. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið og panta sér þann fínasta mat og veigar sem í boði eru. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Saga yfirþjóns slær í gegn Kvikmyndin Lee Daniels' The Butler er frumsýnd annað kvöld. Myndin segir frá ævi yfirþjóns Hvíta hússins. 19. september 2013 10:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Breytingar hafa orðið hjá Hótel Sögu, eða Radisson Blu Saga Hotel, en nú um mánaðarmótin hvarf Mecca Spa á braut úr kjallara hótelsins. Mecca Spa hefur verið með heilsulind í kjallara hótelsins við Hagatorg í fimmtán ár en heilsuþjónustufyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2001. Í kjallaranum var boðið upp á alhliða þjónustu á sviði snyrti-, nudd- og spameðferða. Þá er líkamsrækt á staðnum auk gufubaðs og nuddpotts.Hótel Saga, stundum kölluð Bændahöllin, stendur við Hagatorg og þykir mikil prýði fyrir Vesturbæinn.Vísir/HariBændahöllin, sem er dótturfélag Bændasamtaka Íslands, á fasteignina við Hagatorg. Deilur komu upp á milli eiganda Mecca Spa og Bændahallarinnar hvað varðar formsatriði í leigusamningi nú í upphafi árs og átti að taka málið til aðalmeðferðar 12. maí næstkomandi. Hinsvegar náðist sátt á milli deiluaðila áður en til kastanna kom. Samkvæmt upplýsingum frá Elíasi Blöndal Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Bændahallarinnar, var leigusamningur aðila runninn út. Formsatriði í leigusamningi til umræðu „Við ákváðum að fara í að gera breytingar innanhúss hjá okkur, erum að fara í mikið viðhald bæði á herbergjum og sameiginlegum rýmum þannig að þetta var bara hluti af þeim framkvæmdum,“ útskýrir Elías Blöndal varðandi þá ákvörðun Bændahallarinnar að endurnýja ekki leigusamning við Mecca Spa. Elías segir ekkert ósætti vera á milli Mecca Spa og Bændahallarinnar í dag. „Það var fyrst og fremst um formsatriði að ræða sem við leystum í fullri sátt og samlyndi við eigendur Mecca Spa.“Sigrún Benediktsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Mecca Spa.Vísir/VilhelmSigrún Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Mecca Spa, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað nú fyrir skemmstu. Hún sagði þó í samtali við blaðamann Vísis að ekki stæði til að opna Mecca Spa á ný á nýjum stað. Viðskiptavinir Mecca Spa fengu þær upplýsingar í lok febrúar að stytta þyrfti gildistíma gjafakorta til 30. mars. Beðist var velvirðingar á breytingunni og sögðu forsvarsmenn heilsulindarinnar að breytingin hefði verið ófyrirséð. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, segir að áfram verði leikfimisalur í kjallara hótelsins og að lagt sé upp úr því að halda áfram úti heitum potti.Mecca Spa hefur verið í kjallaranum á Hótel Sögu í fimmtán ár. Vísir/Vilhelm„Við ætlum að fara í endurnýjun þarna niðri og setjum fókusinn fyrst og fremst á leikfimisalinn,“ útskýrir Ingibjörg og á með því við að hann verði opnaður sem fyrst á ný. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa góða aðstöðu í húsinu.“ Sú hugmynd komið upp að loka Grillinu og opna svítu Vísi barst sú ábending nýlega að til stæði að loka Grillinu, sem hefur verið á efstu hæð Hótel Sögu í hálfa öld, og breyta veitingastaðnum í svítu. Ingibjörg segir enga slíka ákvörðun hafa verið tekna en segir allskonar hluti rædda og hugmyndum hent upp þegar framtíðarskipulag hótelsins er skoðað.Frábært útsýni er af áttundu hæð Bændahallarinnar, meira að segja kokkarnir hafa fengið að njóta þess.Vísir/ÞÖK„En þetta eru bara hugmyndir sem eru ekki einu sinni komnar á teikniborðið,“ segir Ingibjörg. „Nei, nei, nei, það hefur engin ákvörðun verið tekin. Það er enn hægt að borða fínt og hafa það huggulegt.“ En væri ekkert erfitt að loka Grillinu? „Ég er viss um að það gæti orðið erfitt fyrir marga. Þetta hefur verið stór hluti af starfsemi hótelsins og var fyrsti veitingastaðurinn hér innanhúss. Eini veitingastaðurinn í langan, langan tíma. Ég er alveg viss um að það yrðu blendnar tilfinningar hjá mörgum,“ segir hún. Grillið er á áttundu hæð hótelsins og frægt er hversu fallegt útsýni er af veitingastaðnum yfir alla Reykjavíkurborg. Farið var í endurbætur á veitingastaðnum árið 2013 og kapp lagt á að leita upprunans í hönnun og halda upprunalegu útliti staðarins. Hótel Saga hefur staðið við Hagatorg í áraraðir. Hér má sjá liðsmenn Austur-Þýskalands undirbúa sig undir landsleik við Ísland á Melavellinum árið 1961.Vísir/Ingimundur„Það er allt skoðað vel. Þegar maður er í hugmyndavinnu og er að skoða framtíðina þá er alls konar hugmyndum hent upp. Sumar alveg frábærar og aðrar aðeins minna frábærar. Bara eins og gengur.“ Hótel Saga státar í dag af Forsetasvítunni sem er dýrasta svítan sem í boði er hjá Hótel Sögu. Verð á svítunni fer eftir eftirspurn og árstíðum og getur verðið rokkað allt frá 70 þúsund krónur nóttin upp í 150 þúsund. Ingibjörg segir aðspurð um hvort ekki sé sóknarfæri í auknum straumi efnaðra ferðamanna til Íslands á undanförnum árum að skoða verði allar hliðar málsins. Sú svíta er staðsett á sjöundu hæð. En væri ekki spennandi að hafa lúxus-svítu þar sem Grillið er núna? „Jú alveg örugglega. Það er ýmislegt sem þarf að velta fyrir sér. Það verður rosaleg aukning á hótelum núna á næstu misserum. Það er alltaf spurning hvort að aukningin helst í þessari eftirspurn á hótelrými. Við stígum mjög varlega til jarðar, við viljum gjarnan taka ákvarðanir hverjar sem þær eru sem koma til með að skila einhverju fyrir hótelið.“ Eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins átti sér stað á Grillinu. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið og panta sér þann fínasta mat og veigar sem í boði eru. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Saga yfirþjóns slær í gegn Kvikmyndin Lee Daniels' The Butler er frumsýnd annað kvöld. Myndin segir frá ævi yfirþjóns Hvíta hússins. 19. september 2013 10:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Saga yfirþjóns slær í gegn Kvikmyndin Lee Daniels' The Butler er frumsýnd annað kvöld. Myndin segir frá ævi yfirþjóns Hvíta hússins. 19. september 2013 10:00