Enski boltinn

United og West Ham skildu jöfn og þurfa að mætast aftur | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Payet skorar hér magnað mark.
Payet skorar hér magnað mark. vísir/getty
Manchester United og West Ham gerðu 1-1 jafntefli í 8-liða úrslitum enska bikarsins á Old Trafford.

Staðan var 0-0 eftir fyrri hálfleikinn og voru liðin ekki að finna sig nægilega vel. Leikmenn West Ham sóttu í sig veðrir í þeim síðari sem endaði með stórkostlegu marki frá Dimitri Payet beint úr aukaspyrnu á 68. mínútu.

Leikmenn United pressuðu stíft á West Ham út leikinn og það skilaði árangri þegar Anthony Martial skoraði jöfnunarmarkið á 83. mínútu leiksins. Leikurinn fór því 1-1 og þurfa liðin að mætast aftur og þá á Upton Park síðar.

Paeyt með magnað mark
Martial jafnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×