Enski boltinn

Harry Kane með bæði mörkin í sigri á Aston Villa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane, framherji Spurs.
Harry Kane, framherji Spurs. vísir/getty
Tottenham vann frábæran sigur á Aston Villa, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liðið er því aðeins tveimur stigum á eftir Leicester í öðru sæti deildarinnar. Leicester á reyndar leik til góða.

Harry Kane heldur áfram að skora en hann gerði bæði mörk leiksins í dag. Fyrra markið kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins og hið síðara á upphafsmínútum síðari hálfleiksins.

Aston Villa er í neðsta sæti deildarinnar með 16  stig en Tottenham í því öðru með 58 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×