Sigurður Einarsson sakar Bjarna um tvískinnung Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2016 10:45 Sigurður gagnrýnir Bjarna harðlega: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“ Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“
Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38
Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00