Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það tekur sex til átta ár að byggja nýjan Landspítala á besta stað. Þetta segir formaður Samtaka um betri spítala á betri stað.  Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.  Hann segir niðurstöðu stjórnvalda um að það muni tefja afhendingu spítalans um 10 til 15 ár að byggja annars staðar en við Hringbraut vera ranga og það sé ekki of seint að breyta um staðsetningu.

Þá verður einnig rætt við varaslökkviliðsstjóra SHS en slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu óttast að geta ekki sinnt útköllum og verkefnum vegna þess að niðurskurðar sem kom til framkvæmdar í sumar. 

Við kynnum okkur framkvæmdir á Hverfisgötu sem nú sér fyrir endan á og verðum í beinni frá smábátahöfn Snarfara við Elliðavog en einmuna veðurblíða hefur gert bátaeigendum kleift að nýta báta sína vel í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×