Komu saman til að mótmæla brottvísunum flóttamanna Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:16 Þess er krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. Vísir/Stefán Nokkur fjöldi manna kom saman við innanríkisráðuneytið fyrr í dag til að mótmæla yfirvofandi brottvísunum flóttamanna úr landi. Samtökin No Borders Iceland boðaði til mótmælanna. Í tilkynningu frá No Borders kemur fram að þess sé krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. „Á morgun stendur til að vísa tveimur Sýrlendingum, Wajde og Ahmad, úr landi og aftur til Búlgaríu. Þann 16. mars á að vísa Dega fjölskyldunni frá Albaníu úr landi. Mun fleiri flóttamenn eiga yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti um 15 manns. Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar.Vísir/StefánSögur þessa fólks sem bíða brottvísunar eru mismunandi en þau eiga það sameiginlegt að falla ekki inn í kerfið. Ef fingraför þeirra hafa verið tekin einhvers staðar á leiðinni eru þau föst þar, sama hvort þeim líkar betur eða verr. Ef upprunaland þeirra er skilgreint sem „öruggt“, burtséð frá þeirra persónulegu aðstæðum, þá verður þeim vísað burt. Það að þau vilji búa hér, séu komin með vinnu, hafi lært íslensku og eignast vini, skiptir ekki neinu máli. Það að það sárvanti fólk til að vinna hér, skiptir heldur engu máli. Útlendingalögin eru skrifuð til að halda fólki úti, ekki til að gefa þeim færi á að flytja hingað.Vísir/StefánÁ meðan ástand mála er með óbreyttum hætti í Evrópu er óásættanlegt að Ísland haldi áfram brottvísunum aftur til þangað. Það er kominn tími á að breyta lögunum og taka upp mannúðlegri nálgun í þessum málum. Það er kominn tími til að hætta brottvísunum og finna leiðir til að leyfa fólki að búa hér,“ segir í tilkynningunni.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Nokkur fjöldi manna kom saman við innanríkisráðuneytið fyrr í dag til að mótmæla yfirvofandi brottvísunum flóttamanna úr landi. Samtökin No Borders Iceland boðaði til mótmælanna. Í tilkynningu frá No Borders kemur fram að þess sé krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. „Á morgun stendur til að vísa tveimur Sýrlendingum, Wajde og Ahmad, úr landi og aftur til Búlgaríu. Þann 16. mars á að vísa Dega fjölskyldunni frá Albaníu úr landi. Mun fleiri flóttamenn eiga yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti um 15 manns. Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar.Vísir/StefánSögur þessa fólks sem bíða brottvísunar eru mismunandi en þau eiga það sameiginlegt að falla ekki inn í kerfið. Ef fingraför þeirra hafa verið tekin einhvers staðar á leiðinni eru þau föst þar, sama hvort þeim líkar betur eða verr. Ef upprunaland þeirra er skilgreint sem „öruggt“, burtséð frá þeirra persónulegu aðstæðum, þá verður þeim vísað burt. Það að þau vilji búa hér, séu komin með vinnu, hafi lært íslensku og eignast vini, skiptir ekki neinu máli. Það að það sárvanti fólk til að vinna hér, skiptir heldur engu máli. Útlendingalögin eru skrifuð til að halda fólki úti, ekki til að gefa þeim færi á að flytja hingað.Vísir/StefánÁ meðan ástand mála er með óbreyttum hætti í Evrópu er óásættanlegt að Ísland haldi áfram brottvísunum aftur til þangað. Það er kominn tími á að breyta lögunum og taka upp mannúðlegri nálgun í þessum málum. Það er kominn tími til að hætta brottvísunum og finna leiðir til að leyfa fólki að búa hér,“ segir í tilkynningunni.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira