Komu saman til að mótmæla brottvísunum flóttamanna Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:16 Þess er krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. Vísir/Stefán Nokkur fjöldi manna kom saman við innanríkisráðuneytið fyrr í dag til að mótmæla yfirvofandi brottvísunum flóttamanna úr landi. Samtökin No Borders Iceland boðaði til mótmælanna. Í tilkynningu frá No Borders kemur fram að þess sé krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. „Á morgun stendur til að vísa tveimur Sýrlendingum, Wajde og Ahmad, úr landi og aftur til Búlgaríu. Þann 16. mars á að vísa Dega fjölskyldunni frá Albaníu úr landi. Mun fleiri flóttamenn eiga yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti um 15 manns. Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar.Vísir/StefánSögur þessa fólks sem bíða brottvísunar eru mismunandi en þau eiga það sameiginlegt að falla ekki inn í kerfið. Ef fingraför þeirra hafa verið tekin einhvers staðar á leiðinni eru þau föst þar, sama hvort þeim líkar betur eða verr. Ef upprunaland þeirra er skilgreint sem „öruggt“, burtséð frá þeirra persónulegu aðstæðum, þá verður þeim vísað burt. Það að þau vilji búa hér, séu komin með vinnu, hafi lært íslensku og eignast vini, skiptir ekki neinu máli. Það að það sárvanti fólk til að vinna hér, skiptir heldur engu máli. Útlendingalögin eru skrifuð til að halda fólki úti, ekki til að gefa þeim færi á að flytja hingað.Vísir/StefánÁ meðan ástand mála er með óbreyttum hætti í Evrópu er óásættanlegt að Ísland haldi áfram brottvísunum aftur til þangað. Það er kominn tími á að breyta lögunum og taka upp mannúðlegri nálgun í þessum málum. Það er kominn tími til að hætta brottvísunum og finna leiðir til að leyfa fólki að búa hér,“ segir í tilkynningunni.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Nokkur fjöldi manna kom saman við innanríkisráðuneytið fyrr í dag til að mótmæla yfirvofandi brottvísunum flóttamanna úr landi. Samtökin No Borders Iceland boðaði til mótmælanna. Í tilkynningu frá No Borders kemur fram að þess sé krafist að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi. „Á morgun stendur til að vísa tveimur Sýrlendingum, Wajde og Ahmad, úr landi og aftur til Búlgaríu. Þann 16. mars á að vísa Dega fjölskyldunni frá Albaníu úr landi. Mun fleiri flóttamenn eiga yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti um 15 manns. Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar.Vísir/StefánSögur þessa fólks sem bíða brottvísunar eru mismunandi en þau eiga það sameiginlegt að falla ekki inn í kerfið. Ef fingraför þeirra hafa verið tekin einhvers staðar á leiðinni eru þau föst þar, sama hvort þeim líkar betur eða verr. Ef upprunaland þeirra er skilgreint sem „öruggt“, burtséð frá þeirra persónulegu aðstæðum, þá verður þeim vísað burt. Það að þau vilji búa hér, séu komin með vinnu, hafi lært íslensku og eignast vini, skiptir ekki neinu máli. Það að það sárvanti fólk til að vinna hér, skiptir heldur engu máli. Útlendingalögin eru skrifuð til að halda fólki úti, ekki til að gefa þeim færi á að flytja hingað.Vísir/StefánÁ meðan ástand mála er með óbreyttum hætti í Evrópu er óásættanlegt að Ísland haldi áfram brottvísunum aftur til þangað. Það er kominn tími á að breyta lögunum og taka upp mannúðlegri nálgun í þessum málum. Það er kominn tími til að hætta brottvísunum og finna leiðir til að leyfa fólki að búa hér,“ segir í tilkynningunni.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira