Stóð af sér þrjár tilraunir til þjófnaðar en uppskar tilboð í bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 15:45 Magnús Máni og bíllinn góði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur fulla ástæðu vera til að minna fólk á að lána ekki bíla sína til ókunnugra. Magnús Máni Hafþórsson menntaskólanemi var einn þeirra sem fékk að kenna á pari sem hefur stundað það undanfarna daga að stela bílum sem auglýstir hafa verið til sölu. Aðferðin var nokkuð einföld: Fá að prufukeyra bílinn og skila honum ekki aftur. „Nýlega hafa átt sér stað atvik þar sem verið var að selja bifreiðar og þær lánaðar til væntanlegra kaupenda, sem reyndust ekki ætla að borga fyrir bílinn,“ segir í tilkynningu lögreglu. Aðferðafræðinni verður líklega ekki betur lýst en í frásögn Magnúsar Mána sem hefur Hyundai Sonata 2007 bíl til sölu um þessar mundir. Magnús fékk símtal á föstudaginn þar þar sem hann fékk símtal frá mögulegum kaupanda. Sá boðaði komu sína en lét aldrei sjá sig. Þegar Magnús hringdi til baka var slökkt á farsímanum.Krafðist þess að fara með „Daginn eftir er hringt í mig úr öðru númeri og þá er það maðurinn aftur að vilja koma skoða bílinn hjá mér og þá kemur hann í passat með konu sinni og vin,“ segir Magnús. „Vinurinn brunar strax í burtu eftir að þau koma og ég sé hann ekki meir. Þá heilsa ég þeim og spyr þau til nafns og þá fæ ég að vita að maðurinn heitir Friðrik. Ég opna bílinn og án þess að eiga nein samskipti við konuna sest hún inn í bílinn. Konan var öll marin í andliti eftir „bílslys“ sem átti að hafa gerst fyrir tveim dögum. Ég spjalla við manninn aðeins fyrir utan og spyr hvað hann vilji byrja á að skoða. Hann segist ætla fara með bílinn upp á verkstæði vinar síns en fyrst ætlaði hann að kíkja til fjölskyldumeðlima í nágrenninu og spyr hvort það sé nú ekki í lagi. Ég segi við hann að það er hið besta mál svo lengi sem ég verð með í bílnum því ég er nú gífurlega nojuð manneskja og leifi nú fólki ekki að fara skítugt inn í bílinn minn einu sinni, þá kemur svona svipur á hann og hann segir að ég vilji ekkert hanga yfir þeim en ég segi að það verði bara að vera svo.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem fólkið bjó til ástæðu til þess að fá að aka í burtu án Magnúsar.Ferð á spítala með viðkomu í sjoppu „Þegar við leggjum af stað og ég fer aftur í keyrum við hring í kringum grafarholtið og þegar við komum við aftur heima hjá mér spyr maðurinn hvort að hann megi fara með konuna sína upp á bráðamóttöku því henni verkjar svo í andlitinu eftir „slysið“ og hann megi ekki fara með hana á bílnum mínum og skila honum svo á eftir. Eins og hver önnur góð manneskja fannst mér sjálfsagt mál að fara með verkjaða manneskju upp á spítala og sagðist koma bara með þangað. Þá kom aftur þetta andlit á þau og stutt þögn. Þau hugsa sig aðeins um en leggja svo af stað á sjúkrahúsið. Á leiðinni stoppa þau við í rólegheitunum með mig aftur í á N1 og kaupa sér sígarettur og fanta. Þá fauk aðeins í mann en maður getur ekki verið dónalegur við verkjaða konu og mögulegan kaupanda bílsins. Þegar á spítalann er kominn fer konan út úr bílnum og inn á bráðamóttöku og maðurinn spyr mig hvort það sé ekki í lagi að hann fari upp í apótek fyrir ofan spítalann að kaupa lyf handa verkjuðu konunni og ég get ekki neitað verkjaðri manneskju því og samþykki það.“ Þegar maðurinn fór inn í apótekið mundi Magnús eftir því að hann hafði skilið eftir peninga í bílnum. Þá áttaði sig hann á því að peningarnir voru horfnir. Hann fór á eftir manninum inn í apótekið og gekk á hann. Hann hélt fram sakleysi sínu. „Ég vissi það fyrir víst að ég hafði verið rændur og að þau höfðu tekið peningana. Í staðinn fyrir að skilja manninn eftir segi ég við hann að hann skuli ná í konuna sína á bráðamóttökunni og gefa mér þessa peninga til baka. Þegar við komum aftur á bráðamóttökuna fer hann inn og kemur til baka tómhentur og segist hafa leitað alls staðar í veskinu hjá konunni og að hann hafi ekkert fundið. „Skrýtið“ ég fer ösku reiður heim enda ekki mikið meira sem ég get gert í þessum aðstæðum. „Þegar heim var komið fór Magnús á netið og komst að því að þetta par hefði stolið öðrum bíl. Hefði hann ekki neitað þeim um að aka ein á brott væri hann líklega bíl fátækari í dag.LífsreynslaMagnús segir í samtali við Vísi að þetta hafi svo sannarlega verið lífsreynsla. Hann hafi haft óþægilega tilfinningu gagnvart fólkinu frá fyrsta símtali. „Það var eitthvað bogið við þetta,“ segir Magnús. Frásögn hans hefur vakið mikla athygli og hefur hann síðan fengið eitt tilboð í bílinn. Hann segir tjónið hans svo sem ekki hafa verið mikið en fólkið hafi stolið af honum 2000 krónum. Magnús segir það hafa skipt sköpum að hann sé nokkuð „nojaður“ en hann er ritstjóri vefsíðunnar Kvíði.is sem fagnar árs afmæli í apríl. Parið var handtekið á laugardagskvöld en það mun ekki hafa átt í hús að venda. Var því brugðið til þess ráðs að sofa í stolnum bílum að því er fram kom í frétt DV. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur fulla ástæðu vera til að minna fólk á að lána ekki bíla sína til ókunnugra. Magnús Máni Hafþórsson menntaskólanemi var einn þeirra sem fékk að kenna á pari sem hefur stundað það undanfarna daga að stela bílum sem auglýstir hafa verið til sölu. Aðferðin var nokkuð einföld: Fá að prufukeyra bílinn og skila honum ekki aftur. „Nýlega hafa átt sér stað atvik þar sem verið var að selja bifreiðar og þær lánaðar til væntanlegra kaupenda, sem reyndust ekki ætla að borga fyrir bílinn,“ segir í tilkynningu lögreglu. Aðferðafræðinni verður líklega ekki betur lýst en í frásögn Magnúsar Mána sem hefur Hyundai Sonata 2007 bíl til sölu um þessar mundir. Magnús fékk símtal á föstudaginn þar þar sem hann fékk símtal frá mögulegum kaupanda. Sá boðaði komu sína en lét aldrei sjá sig. Þegar Magnús hringdi til baka var slökkt á farsímanum.Krafðist þess að fara með „Daginn eftir er hringt í mig úr öðru númeri og þá er það maðurinn aftur að vilja koma skoða bílinn hjá mér og þá kemur hann í passat með konu sinni og vin,“ segir Magnús. „Vinurinn brunar strax í burtu eftir að þau koma og ég sé hann ekki meir. Þá heilsa ég þeim og spyr þau til nafns og þá fæ ég að vita að maðurinn heitir Friðrik. Ég opna bílinn og án þess að eiga nein samskipti við konuna sest hún inn í bílinn. Konan var öll marin í andliti eftir „bílslys“ sem átti að hafa gerst fyrir tveim dögum. Ég spjalla við manninn aðeins fyrir utan og spyr hvað hann vilji byrja á að skoða. Hann segist ætla fara með bílinn upp á verkstæði vinar síns en fyrst ætlaði hann að kíkja til fjölskyldumeðlima í nágrenninu og spyr hvort það sé nú ekki í lagi. Ég segi við hann að það er hið besta mál svo lengi sem ég verð með í bílnum því ég er nú gífurlega nojuð manneskja og leifi nú fólki ekki að fara skítugt inn í bílinn minn einu sinni, þá kemur svona svipur á hann og hann segir að ég vilji ekkert hanga yfir þeim en ég segi að það verði bara að vera svo.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem fólkið bjó til ástæðu til þess að fá að aka í burtu án Magnúsar.Ferð á spítala með viðkomu í sjoppu „Þegar við leggjum af stað og ég fer aftur í keyrum við hring í kringum grafarholtið og þegar við komum við aftur heima hjá mér spyr maðurinn hvort að hann megi fara með konuna sína upp á bráðamóttöku því henni verkjar svo í andlitinu eftir „slysið“ og hann megi ekki fara með hana á bílnum mínum og skila honum svo á eftir. Eins og hver önnur góð manneskja fannst mér sjálfsagt mál að fara með verkjaða manneskju upp á spítala og sagðist koma bara með þangað. Þá kom aftur þetta andlit á þau og stutt þögn. Þau hugsa sig aðeins um en leggja svo af stað á sjúkrahúsið. Á leiðinni stoppa þau við í rólegheitunum með mig aftur í á N1 og kaupa sér sígarettur og fanta. Þá fauk aðeins í mann en maður getur ekki verið dónalegur við verkjaða konu og mögulegan kaupanda bílsins. Þegar á spítalann er kominn fer konan út úr bílnum og inn á bráðamóttöku og maðurinn spyr mig hvort það sé ekki í lagi að hann fari upp í apótek fyrir ofan spítalann að kaupa lyf handa verkjuðu konunni og ég get ekki neitað verkjaðri manneskju því og samþykki það.“ Þegar maðurinn fór inn í apótekið mundi Magnús eftir því að hann hafði skilið eftir peninga í bílnum. Þá áttaði sig hann á því að peningarnir voru horfnir. Hann fór á eftir manninum inn í apótekið og gekk á hann. Hann hélt fram sakleysi sínu. „Ég vissi það fyrir víst að ég hafði verið rændur og að þau höfðu tekið peningana. Í staðinn fyrir að skilja manninn eftir segi ég við hann að hann skuli ná í konuna sína á bráðamóttökunni og gefa mér þessa peninga til baka. Þegar við komum aftur á bráðamóttökuna fer hann inn og kemur til baka tómhentur og segist hafa leitað alls staðar í veskinu hjá konunni og að hann hafi ekkert fundið. „Skrýtið“ ég fer ösku reiður heim enda ekki mikið meira sem ég get gert í þessum aðstæðum. „Þegar heim var komið fór Magnús á netið og komst að því að þetta par hefði stolið öðrum bíl. Hefði hann ekki neitað þeim um að aka ein á brott væri hann líklega bíl fátækari í dag.LífsreynslaMagnús segir í samtali við Vísi að þetta hafi svo sannarlega verið lífsreynsla. Hann hafi haft óþægilega tilfinningu gagnvart fólkinu frá fyrsta símtali. „Það var eitthvað bogið við þetta,“ segir Magnús. Frásögn hans hefur vakið mikla athygli og hefur hann síðan fengið eitt tilboð í bílinn. Hann segir tjónið hans svo sem ekki hafa verið mikið en fólkið hafi stolið af honum 2000 krónum. Magnús segir það hafa skipt sköpum að hann sé nokkuð „nojaður“ en hann er ritstjóri vefsíðunnar Kvíði.is sem fagnar árs afmæli í apríl. Parið var handtekið á laugardagskvöld en það mun ekki hafa átt í hús að venda. Var því brugðið til þess ráðs að sofa í stolnum bílum að því er fram kom í frétt DV.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira